- Auglýsing -
Saunan í Breiðholtslaug hefur verið valið besta saunabaðið í höfuðborginni. Það voru forsvarsmenn sendiráðs Finnlands sem kusu sigurvegarann eftir hafa heimsótt marga almenningslaugar.
Sendiráðið heimsótti fimm laugar í Reykjavík með það fyrir augum að finna besta saunabaðið. Samkvæmt tilkynningu frá sendiráðið var samkeppnin hörð og á endanum hafi Breiðholtslaug verið kosin sigurvegari.
Af þessu tilefni verður haldin finnskur saunadagur í lauginni næstkomandi sunnudag þar sem aðgangur í Breiðholtslaug verður ókeypis. Sendiráðið hvetur sem flesta höfuðborgarbúa til að mæta. „Vinningshafinn er Breiðholtslaug! Þú færð tækifæri til að upplifa finnskt saunabað á skemmtilegan og afslappandi hátt og fræðast um Finnland. Ókeypis aðgangur er í Breiðholtslaug á meðan viðburðurinn stendur yfir.
Sendiráðið vonast til að sjá þig á saunabaðsdeginum!,“ segir í tilkynningunni.