Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Finnur að fólk er fullt kvíða – Hvetur fólk til að skoða heimilisbókhaldið upp á nýtt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, hvetur fólk til að leita sér ráðgjafar sérfræðinga sjái það fram á tekjumissi og greiðsluerfiðleika vegna efnahagsáhrifa COVID-19.

Hún ræddi stöðuna hjá embætti umboðsmanns skuldara í ljósi aðstæðna í samtali við morgunútvarp Rásar 1 og 2 í morgun. Hún segir fleiri fyrirspurnir berast embættinu og eftirspurn eftir ráðgjöf vera að aukast.

Hún segir mikla óvissu blasa við fólkinu í landinu og að margt fólki eigi um sárt að binda vegna fjárhagsvanda. „Margir eru komnir í hlutastarf eða hafa hreint og beint misst vinnuna,“ sagði Ásta.

Ásta segir að fyrirspurnum til umboðsmanns skuldara hafa fjölgað undanfarið.

Embætti umboðsmanns skuldara var sett á laggirnar árið 2010, í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst 2008. Hún segir öðruvísi stöðu blasa við núna ef miðað er við stöðuna fyrir tíu árum síðan. Þá var fólk komið í gríðarlegan skuldavanda að sögn Ástu. „En núna erum við að horfa fram á kreppu þar sem fólk er að glíma við tekjuvanda. Þetta er kreppa af allt öðrum toga,“ sagði Ásta.

Hún segir ríkisstjórnina og fjármálafyrirtæki nú bjóða upp á ýmsar tímabundnar lausnir og margt fólk bíða nú til að sjá hvað það getur nýtt sér. „Við erum í sögulega atvinnuleysi,“ sagði Ásta og lýsti yfir áhyggjum sínum, hún er hrædd um að fólk muni taka óhagstæð lán til að ná endum saman og steypa sér þannig í skuldir.

Óttast að fólk taki óhagstæð lán til að ná endum saman

- Auglýsing -

Hún segir margt fólk hrapa í tekjum og að þá sé freistandi að taka óhagstæð lán til að komast yfir erfiðustu hjallana. Hún hvetur fólk til að fá ráðgjöf sérfræðinga við að skoða heimilisbókhaldið upp á nýtt. Hún segir mikilvægt að fólk grípi strax til aðgerða.

Hún biður fólk t.d. að skoða málið frá öllum hliðum áður en það nýtir sér úrræði stjórnvalda sem heimilar fólki úttekt á séreignasparnaðinum sínum.

Ásta er bjartsýn og segist vona að ástandið vari ekki lengi. „Við finnum að það fólk sem hringir í okkur finnur fyrir kvíða og það er mikilvægt að hjálpa fólki með þessa andlegu hlið. Það er alltaf lausn á öllu.“

- Auglýsing -

Ásta nýtti svo tækifærið og benti á vef umboðsmanns skuldara, ums.is. „Þar er að finna ýmis góð ráð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -