Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fiskikóngurinn birti kennitölu fyrrum starfsmanns síns: „Hef ekki rifbeinsbrotið neinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Berg hefur ekki áhyggjur þó hann hafi birt kennitölu fyrrum starfsmanns síns í Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem hann kvartar yfir vafasömum læknisvottorðum starfsmanna. Þá þvertekur hann fyrir ásökun um að hafa rifbeinsbrotið fyrrverandi starfsmann sinn.

Fiskikóngurinn Kristján Berg fór mikinn á Facebook í gær þar sem hann kvartaði yfir læknisvottorðum starfsmann sem ná akkurat yfir uppsagnarfrestinn en hann segir að hægt sé að panta vottorð frá læknum fyrir nánast hverju sem er. Með færslunni birti Kristján Berg læknisvottorð fyrrum starfsmanns síns en gerir tilraun til að hylja kennitölu viðkomandi. Það tekst hins vegar ekki að fullu en hægt er að sjá kennitöluna í gegnum svarta litinn sem búið er að setja yfir tölurnar. Í samtali við Mannlíf segist Kristján Berg ekki hafa áhyggjur um kæru vegna brots á persónuverndarlögum.

„Nei. Óttast það ekki. Ef svo verður þá tækla ég það þegar og ef til þess kemur,“ sagði Kristján Berg við Mannlíf.

Í athugasemd við frétt DV um málið, kom maður nokkur með alvarlegar ásökun: „Nú skal ég segja ykkur hvernig þetta var með mig, fiskikóngurinn sjálfur braut í mér 2 rifbein og þurfti ég að vera frá vinnu út af því ( að sjálfsögðu,, ég kom með vottor 1.03,, en ekki 4.03 eins og hann segir , á til afrit af þessu vottorði, já þetta með ótímabundið vottorð er eifaldlega út af því að það er ekki vitað hvenar þetta lagast,búinn að fara í nokkrar myndatökur út af þessu, enda ekki von að hann skylji svo flókið mál hann segir mér upp eftir að ég kem með vottorðið og neitar að borga launin, ekki í fyrsta skipti sem það hefur gerst.“

Aðspurður þvertekur Kristján fyrir þessar ásakanir og segir þetta tilraun til fjárkúgunar. „Hef ekki rifbeinsbrotið neinn, þannig að þetta er uppspuni til þess að reyna að kúga mig og mitt fyrirtæki. Ef þessi einstaklingur telur mig hafa brotið á sér, tala nú ekki um að beinbrjóta sig, þá höfum við lögreglu, lögfræðinga og gott dómskerfi til þess að tækla svoleiðis. Viðkomandi er velkomið að fara þá leið og þá gefst mér tækifæri á að verja mig fyrir slíkum ásökunum sem eru algert bull. Dómstólar dæma svo í málinu. Annars er þessu ekki svaravert. Hótanir og fjárkúganir [bíta, innskot blaðamanns] ekki á mig. Er sterkari en það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -