Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Fiskistofa myndar hvalveiðarnar: „Það verða tekin myndbönd af öllum veiðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvalveiðar eru í þann mund að hefjast og verða þær teknar upp á myndband.

Fiskistofa mun taka upp hvalveiðar sem eru framundan á myndband. Þetta kemur fram í máli Elínar Ragnarsdóttur, sviðstjóra Fiskistofu, í samtali við RÚV. Í fyrra voru veiðarnar einnig myndaðar og stefnu tveir skipsmenn MAST fyrir að brjóta á persónuverndarlögum.

„Það liggur ekki fyrir í augnablikinu en við erum bara klár með stuttum fyrirvara og þeir eru búnir að tilkynna að þeir fari til veiða um leið og mögulegt er og við munum vera með eftirlitsmenn um borð þannig að við erum klár að fara þegar þeir eru klárir. en ég veit ekki hver staðan er á því nákvæmlega núna,“ sagði Elín Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.

„Hlutverk Fiskistofu er að hafa eftirlit með skráningum um borð og búnaði og framkvæmd veiðanna. Síðan erum við með eftirlit fyrir hönd Mast, eða Matvælastofnunar, er varðar dýravelferð.“

„Já, það verða tekin myndbönd af öllum veiðum,“ sagði Elín að lokum og að þau myndbönd muni standast persónuverndarlög.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -