Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Fjallað um hvarf Konráðs í belgískum fjölmiðlum: „Við erum mjög áhyggjufull“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Belgískir fjölmiðlar fjalla í dag um hvarf Konráðs Hrafnkelssonar, en Konráð býr í Brussel í Belgíu ásamt unnustu sinni.

„Það er ekki líkt Konráð að láta ekki vita af sér í svona langan tíma. Við erum mjög áhyggjufull,“ segir frændi hans Peter-Paul Van Der Werff. „Hann er íslendingur, en hefur búið og starfað í Brussel í mörg ár. Hann er í flugnámi og vinnur einnig fyrir Deliveroo [matarsendingafyrirtæki].“

Sjá einnig: Íslenskur maður horfinn í Brussel

Ekkert hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun, þegar síðast sást til hans fyrir utan McDonalds-veitingastað í miðbæ Brussel um níuleytið. Unnusta hans, Kristjana Diljá Þórarinsdóttir, auglýsti hvarf hans í færslu á Facebook á laugardagsmorgun.

Í fréttinni segir einnig að Kristjana unnusta Konráð hafi tilkynnt hvarf hans til lögreglu. Á meðan beðið er eftir að lögregla fari yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu þaðan sem hann hvarf skipulögðu Kristjana og Peter-Paul leit.

- Auglýsing -

Það er möguleiki á að Konráð hafi farið í Abbey of Rouge-Cloître garðinn í Auderghem. Hann og Kristjana ganga oft þar um. Ef fólk á því svæði væri til í að svipast um eftir honum væri það frábært. Sama á við um önnur græn svæði í Brussel.”

Lögreglan á Íslandi lýsir eftir Konráði

Aðstandendur Konráðs höfðu samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, sem mun hún aðstoða þá varðandi samskipti við yfirvöld í Belgíu, þar á meðal lögreglu.

- Auglýsing -

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í tilkynningu seinni part laugardags:

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lýsir eftir Konráði Hrafnkelssyni. Konráð yfirgaf heimili sitt í Belgíu að morgni 30.07.sl. um kl: 08:10. Um kl: 09:00 þann sama morgun sást til Konráðs á McDonalds í miðbæ Brussel. Þegar Konráð yfirgaf heimili sitt var hann klæddur í bláar gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike íþróttaskó, dökka derhúfu, svört Marshall heyrnatól og með dökkan bakpoka. Konráð var á bláu reiðhjóli. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum frá öllum þeim sem mögulega vita eitthvað um ferðir Konráðs eða hvar hann er að finna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -