Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Fjármálaeftirlit Seðlabankans rannsakar söluna á Íslandsbanka – Hagfræðingur vill riftingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur hafið athugun á tilteknum atriðum tengdum framkvæmdinni á sölunni á Íslandsbanka. RÚV greinir frá þessu.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, að bankinn geti ekki tjáð sig um málefni sem tengjast sölunni beint, vegna eftirlitshlutverks bankans.

Framkvæmd við sölu á hluta ríkisins í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd síðustu daga. Til að mynda hefur það verið gagnrýnt hversu margir smærri fjárfestar fengu að fjárfesta í hlutabréfum á afsláttarkjörum. Meðal fjárfesta voru þekkt nöfn úr bankahruninu.

Á vef RÚV segir að hagfræðingur sem sat í rannsóknarnefnd um bankahrunið telji að lög hafi verið brotin í tengslum við söluna á hlutabréfunum. Hann telur að best væri rifta samningum við minni fjárfestana.

Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt harðlega við útboðið er kostnaðurinn, sem nam 700 milljónum króna og tekur hagfræðingurinn undir þá gagnrýni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -