Í lok síðasta mánaðar birti Morgunblaðið upplýsingar um að starfsfólki Skattsins hafi verið veittar bónusgreiðslur fyrir vel unnin störf í þágu eftirlitsstofnunar. Fjármálaráðaherra hefur nú tekið greiðslurnar til skoðunar í ráðuneytinu, samkvæmt nýrri frétt á Rúv.is.
„Það sem mér finnst skipta máli í þessu er hin almenna lína um einhverja viðbót eða álagningu sem er í gegnum kjarasamninga gagnvart BHM. Ég er ekki að gera athugasemdir við slíka þætti. En það sem mér finnst ég þurfa að skilja til fulls og fá botn í er hvort einhverjir hvatar sem gætu talist óeðlilegir eða óheilbrigðir séu þarna til staðar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra í samtali við fréttamann Rúv.
Telja samanlagðar bónusgreiðslurnar 260 milljónir íslenskra króna og hafa þær verið veittar yfir fjögur ár. Deilt niður á árafjöldan gera það 65 milljónir á ári eða tæpar 5.5 milljónir á hverjum mánuði.
Varhugavert má teljast ef bónusgreiðslurnar séu tengdar við markmið starfsmanna um endurálagningu og sektir umfram venjubunda skattheimtu.
Í samtalinu segir Þórdís að Skatturinn taki fyrir að svo sé í pottinn búið. „… það eru einfaldlega þessar upplýsingar og samskipti sem eru í gangi,“ segir Þórdís Kolbrún. Að megin máli skipti að leiðbeinandi stofnanir, á borð við Skattinn, tryggi að lögum sé fylgt og að innbyrgðis hvati leiðandi í þjónustu við fólk.
„Og það er bara það sem ég þarf að fá betri botn í,“ útskýrir Þórdís Kolbrún í lokin.