Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Fjármálaráðherra skýtur á Seðlabankann: „Ekki til þess að auka mjög trú mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að Seðlabanki Íslands hafi misst trúverðugleika.

Fjármálaráðherra var til viðtals í Dagmálum á mbl.is þar sem hann setti fram margskonar gagnrýni í garð Seðlabankans og baráttu hans við verðbólgu.

„Seðlabank­inn verður að spyrja sig hvort hann hafi náð, í gegn­um þess­ar miklu svipt­ing­ar sem orðið hafa, að viðhalda trú­verðug­leika sín­um […] Mér finnst mjög skýrt sagt að bank­inn tali ekki nægi­lega skýrt um að hann hafi tól sem hann ætli að nota og muni virka. Þegar bank­inn vís­ar ábyrgðinni á vaxta­hækk­un­um á ein­hverja aðra aðila í hag­kerf­inu þá er það ekki til þess að auka mjög trú mína eða annarra held ég á því að bank­inn trúi því sjálf­ur að tól­in hans virki til þess að ná ár­angri,“ sagði Bjarni um málið en Bjarni kynnti í gær tillögur um hvernig stæði til að ná meiri hagræðingu í ríkisrekstri. Í sumum tilfellum stendur til að fækka starfsfólki með uppsögnum og ráða ekki í störf sem losna. Þá verður líka reynt að draga úr ferðkostnaði starfsmanna og vandað til verka við innkaup.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -