Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Fjármálastjóri ráðinn til Ríkiskaupa án auglýsingar: „Er fremur lítil stofnun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjörvar Steinn Grétarsson var ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkiskaupa án auglýsingar. Var upprunalega ráðinn sem sérfræðingur í nýsköpun og viðskiptaþróun.

Skákmeistarinn og lögfræðingurinn Hjörvar Steinn Grétarsson sótti um stöðu sérfræðings í nýsköpun og viðskiptaþróun hjá Ríkiskaupum en starfið var auglýst laust til umsóknar í desember 2022. Hóf hann störf við stofnunina í febrúarlok 2023 en nokkru síðar var tekin sú ákvörðun að gera hann að fjármálastjóra Ríkiskaupa en sú staða var aldrei auglýst.

Samkvæmt skriflegu svari Söru Lindar Guðbergsdóttur, tímabundið setts forstjóra Ríkiskaupa, til Mannlífs, urðu breytingar á starfsmannahópi Ríkiskaupa frá því að starfið var auglýst og þar til Hjörvar Steinn kom til starfa. Af þeim sökum þurfti að endurskoða verkefni innahúss og að mat stjórnanda hefðu verið þau að bakgrunnur Hjörvars Steins gæti nýst vel í starfi fjármálastjóra. Hann hafi því verið færður til í starfi og sinnir nú 50 prósent fjármálastjórnun og 50 prósent umbóta- og viðskiptaþróunarverkefnum.

Svar Söru Lindar:

„Hjörvar Steinn var ráðinn til Ríkiskaupa frá og með 1.5.2023 eftir að hafa sótt um starf sérfræðings í nýsköpun og viðskiptaþróun sem auglýst var laust til umsóknar í desember 2022. Frá því að starfið var auglýst og þar til Hjörvar Steinn kom til starfa voru breytingar á starfsmannahópnum sem höfðu m.a. í för með sér endurskoðun á verkefnum innanhúss, þar með talið hlutverki fjármála- og rekstrarstjóra. Það var mat stjórnenda að Hjörvar Steinn byggi yfir þekkingu og reynslu sem gæti nýst vel í verkefnum sem hvíla almennt á fjármálastjóra en auk meistaraprófs í lögfræði er hann með meistarapróf í reikningsskilum og skattarétti og verðbréfamiðlun. Með vísan til 19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru gerðar breytingar á störfum hans og verksviði á þann veg að hann sinnir í dag u.þ.b. 50 prósent fjármálastjórn og 50 prósent umbóta- og viðskiptaþróunarverkefnum.“

Aðspurð hvort hún teldi umsvifin hjá Ríkiskaupum ekki meiri en svo að hún teldi að ekki væri þörf á fjármálastjóra í nema 50 prósent starf svaraði Sara Lind því til að stofnunin sé frekar lítil stofnun og að 50 prósent starfshlutfall fjármálastjóra dugi til.

- Auglýsing -

„Ríkiskaup eru fremur lítil stofnun og það er mitt mat að vel dugi að vera með fjármálastjóra í 50 prósent starfshlutfalli en eðli málsins samkvæmt er einnig bókari og launafulltrúi í vinnu hjá okkur sem spilar á móti viðkomandi.“ Bætti hún við:

„Við leggjum upp úr því að besta alla ferla og nota sjálfvirknivæðingu í okkar störfum þar sem það er hægt. Auk þess notum við þjónustu Fjársýslunnar.“

Samkvæmt Söru Lind var það þáverandi forstjóri Ríkiskaupa, Björgvin Víkingsson, sem ákvað að ráða Hjörvar Stein til Ríkiskaupa, í lok febrúar 2023 en samningurinn þó ekki undirritaður fyrr en 14. apríl, af henni.

- Auglýsing -

„Ákvörðun um ráðningu var tekin í lok febrúar 2023 af þáverandi forstjóra Ríkiskaupa, Björgvini Víkingssyni, en ekki var gengið formlega frá skriflegum ráðningarsamningi milli Hjörvars Steins og stofnunarinnar fyrr en 14. apríl 2023 og er hann undirritaður af settum forstjóra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -