Það stefnir í harða baráttu um embætti umboðsmanns Alþings en fjórir reyndir einstaklingar gefa kost á sér til embættisins. Hér fyrir neðan má sjá lista af þeim sem gáfu kost á sér: Anna Tryggvadóttir – skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson – dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir – prófessor við lagadeild Háskóla Íslands Reimar Pétursson – lögmaður. Ráðgjafanefnd hefur verið skipuð af undirnefnd forsætisnefndar en hún mun aðstoða við að gera tillögu til forsætisnefndar um þá sem gáfu kost á sér en umboðsmaður Alþingis er kjörinn á þingfundi. Ráðgjafanefndin er skipuð af Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er formaður nefndarinnar, Ásmundi Helgasyni landsréttardómara og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdóttur mannauðsráðgjafa.