Gríðarlega miklar umferðatafir urðu á níunda tímanum í morgun þegar fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi.
Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi upp úr klukkan átta í morgun sem olli miklum umferðartöfum. Að sögn sjónarvotts sem Mannlíf ræddi við var „algjört kaos“ í umferðinni þar sem slysið gerðist og náði bílaröðin frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur í um 40 mínútur. Þetta er í annað skiptið sem árekstur veldur umferðatöfum á svipuðum slóðum.
Mikill viðbúnaður var á staðnum en lögreglan, sjúkraliðar og slökkviliðsmenn mættu á vettvang en ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu.