Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fjölástir – hvað er nú það?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölástir, eða „polyamory“ á ensku, er tegund af sambandsformi þar sem meginatriðið er að fólk á í einhvers konar rómantískum samböndum við fleiri en einn einstakling í einu. Í almennu tali er sagt að fólk sé „pólý“, en poly er stytting á „polyamorous“, sem hefur verið þýtt sem fjölelskandi á íslensku.

Ýmsar útgáfur eru til af fjölástum. Hver og einn virðist finna sína leið innan þessa forms, en nokkur dæmi um mismunandi tegundir fjölásta eru:

Hjónaband þar sem annar eða báðir aðilar eiga stefnumót eða kærasta/kærustur utan við hjónabandið,

samband fleiri en tveggja aðila þar sem allir aðilarnir eiga í sameiginlegu ástarsambandi,

sambúð pars þar sem annar aðilinn eða báðir eiga kærasta/kærustu sem býr inni á sama heimili,

par eða hjón sem búa saman hluta tímans en annar aðili eða báðir halda svo annað heimili með öðrum maka samhliða,

- Auglýsing -

einstaklingur sem í grunninn er einhleypur en hittir og fer á stefnumót með og/eða sefur hjá einum eða fleiri aðilum.

 

Ofantalið er ekki tæmandi listi.

- Auglýsing -

Fyrirkomulag stefnumóta og hittinga er sömuleiðis misjafnt. Sumir hittast stöku sinnum þegar báðum aðilum hentar, á meðan aðrir hafa fyrirfram ákveðna daga til stefnumóta.

Sumir eru með einn „aðal“ maka og svo aðra til hliðar, á meðan aðrir eru með fleiri en einn maka, þar sem enginn er framar öðrum í forgangsröðinni.

Fjölástum er í umræðunni gjarnan ruglað saman við fyrirbæri sem kallast „swing“. Swing er það þegar fólk sefur hjá öðru fólki utan við sitt fasta samband eða hjónaband. Stundum hafa hjón makaskipti. Hægt er að útfæra swing á ýmsan hátt, en meginreglan er sú að swing snýst um kynlíf, stundum makaskipti og oft einnar nætur gaman, á meðan fjölástir snúast um sambönd og sambandsform.

Í nýju helgarblaði Mannlífs er rætt við mann sem er fjölelskandi.

Hann og eiginkona hans eru í pólýhjónabandi. Þau búa saman, eiga börn og hefðbundið fjölskyldulíf, en fara svo bæði á stefnumót utan hjónabandsins og eiga kærustur/kærasta eftir atvikum. Maðurinn, sem kemur fram undir leyninafninu Lárus, er að nálgast fimmtugt. Þau hjónin hafa verið gift í fimmtán ár, en ákváðu að opna hjónaband sitt fyrir tæplega þremur árum.

Reynslusögu þeirra hjóna og frekari útskýringar á fjölástum má nálgast í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs, sem þú getur flett hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -