Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fjölbrautarskólinn í Garðabæ mun ekki reka Pál: „Viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Vilhjálmsson verður ekki rekinn úr starfi, að svo stöddu.

Bloggarinn og kennarinn Páll Vilhjálmsson verður ekki rekinn fyrir skrif sín um trans fólk og Samtökin 78. Skrif hans hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að ala á fordómum í garð trans fólks. Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sendi í dag nemendum og foreldrum þeirra bréf þar sem skrif Páls eru rædd en Páll vinnur sem kennari í skólanum. Skólameistarinn segir skrif Páls setja skólann í slæma stöðu. Páll verður ekki rekinn að svo stöddu en nemendum verður ekki gert að sækja tíma sem hann kennir. 

Hægt er að lesa allt bréfið hér fyrir neðan

„Kæru nemendur og foreldrar

Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu. Málfrelsi er mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu.

En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinseginn nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin 78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd. Þarna tekst á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Í þau átök blandast svo samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal.

- Auglýsing -

Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.

Rétt er að ítreka að stefna skólans er að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfar hinsegin fulltrúi og skólinn er með stefnu í málefnum hinsegin nemenda.

Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós.

- Auglýsing -

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -