Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Fjöldi Íslendinga á sjaldgæfu og lífshættulegu dópi – Skólp afhjúpar neysluna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem hvergi í heiminu en á Íslandi séu fleiri að neyta sjaldgæfs fíkniefnis. Það heitir Etizolam og hefur róandi og sljóvgandi áhrif á fólk. Fæstir hafa heyrt talað um þetta fíkniefni en það er sagt líkjast kunnar kvíðalyfi, Xanax. Fíkniefnið er stórhættulegt, ekki síst fyrir þær sakir að það er oftast framleitt á heimilum.

RÚV greinir frá niðurstöðu rannsókn ástralskrar rannsóknarstofu og Háskóla Íslands þar sem ýmis efni voru mæld í fráveitukerfum borga. Rannsóknin leiddi í ljós að hvergi mældist eins mikið af Etizolam og í Reykjavík.

Þetta hlýtur að teljast áhyggjuefni því í þeim löndum sem fíkniefnið er þekktara, svo sem á Bretlandi, hefur fjöldi fólks látist af völdum þess. Kristín Ólafsdóttir, dósent í lyfja- og eiturefnafræði og forstöðumaður hjá rannsóknarstofu Háskóla Íslands, segir við RÚV að í Skotlandi hafi áhrifin verið skelfileg.

„Ég las einhvers staðar að Etizolam hafi átt þátt í 59 prósent dauðsfalla í Skotlandi árið 2019, en það er ekki þar með sagt að það hafi verið eina efnið heldur mörg önnur saman. Þannig að þau virka saman til þess að valda eituráhrifum.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -