Svo virðist sem hvergi í heiminu en á Íslandi séu fleiri að neyta sjaldgæfs fíkniefnis. Það heitir Etizolam og hefur róandi og sljóvgandi áhrif á fólk. Fæstir hafa heyrt talað um þetta fíkniefni en það er sagt líkjast kunnar kvíðalyfi, Xanax. Fíkniefnið er stórhættulegt, ekki síst fyrir þær sakir að það er oftast framleitt á heimilum.
RÚV greinir frá niðurstöðu rannsókn ástralskrar rannsóknarstofu og Háskóla Íslands þar sem ýmis efni voru mæld í fráveitukerfum borga. Rannsóknin leiddi í ljós að hvergi mældist eins mikið af Etizolam og í Reykjavík.
Þetta hlýtur að teljast áhyggjuefni því í þeim löndum sem fíkniefnið er þekktara, svo sem á Bretlandi, hefur fjöldi fólks látist af völdum þess. Kristín Ólafsdóttir, dósent í lyfja- og eiturefnafræði og forstöðumaður hjá rannsóknarstofu Háskóla Íslands, segir við RÚV að í Skotlandi hafi áhrifin verið skelfileg.
„Ég las einhvers staðar að Etizolam hafi átt þátt í 59 prósent dauðsfalla í Skotlandi árið 2019, en það er ekki þar með sagt að það hafi verið eina efnið heldur mörg önnur saman. Þannig að þau virka saman til þess að valda eituráhrifum.”