Laugardagur 18. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Fjöldi vega lokað og enn fleiri settir á óvissutig vegna veðurs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nótt var nokkrum vegum lokað vegna veðurs og enn fleiri verða á óvissustigi fram eftir morgni. Í gildi eru gular viðvarandi um allt land og spáir Veðurstofan versnandi veðri í nótt með norðaustan hvassviðri og hríð.

Í gærkvöldi sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við RÚV að með morgninum myndi veðrið skána sunnan- og austanlands en að áfram yrði þó hvasst um norðvestanvert landið.

Þeir sem ætla sér að keyra í dag eru hvattir til þess að kanna aðstæður afar vel áður en lagt er af stað en það er hægt að gera á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.

Samkvæmt upplýsingum var eftirfarandi vegir lokað í nótt:

  • Fjarðarheiði
  • Fagridalur
  • Vopnafjarðarheiði
  • Möðrudalsöræfi
  • Mývatnsöræfi

Fyrripart dagsins í dag verða fjölmargir vegir settir á óvissustig en þeim gæti verið lokað með litlum fyrirfvara. Klukkan sex í morgun voru vegir um Fróðárheiði, Klettsháls og Dynjandisheiði, auk Siglufjarðarvegar, settir á óvssustig.

Vegir um Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda voru einnig settir á óvissustig klukkan átta í morgun. Frá hádegi verða svo vegir um Vatnaleið, Svínadal, Bröttubrekku og Höltavörðuheiði einnig á óvissustigi.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -