Á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið yfir landið hafa um það bil helmingi fleiri Íslendingar fæðst heldur en látist. Yfir 620 einstaklingar látið lífið hér á landi á fyrsta ársfjórðungi ársins og af þeim eru 10 einstaklingar sem hafa látist vegna COVID-19. Þetta gefa tölur Hagstofunnar til kynna og á sama tímabili fæddust 1.080 Íslendingar. Í samanburði við síðustu þrjú ár hafa færri Íslendingar látist í ár þrátt fyrir faraldurinn.
Á þeim tíma sem faraldurinn hefur gengið yfir landið fjölgaði Íslendingum um 1.870 manns þegar tekið er tillit til fjölda aðfluttra umfram brottflutta. Íslendingum fjölgaði þannig um 0,5 prósent í byrjun árs 2020. Athygli vekur að á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið yfir heimsbyggðina hafa færri Íslendingar látist heldur en á síðustu árum. Þannig hafa að meðaltali ríflega 44 Íslendingar látist vikulega fyrsta ársfjórðunginn í ár á meðan þeir voru nærri 46 árin þrjú þar á undan. Flestir hinna látnu voru í aldursflokknum 85 ára og eldri.
Mannfjöldi, fæðingar, andlát og búferlaflutningar á 1. ársfjórðungi 2020
Alls | Karlar | Konur | |
Mannfjöldinn í lok ársfjórðungsins | 366.130 | 188.040 | 178.090 |
Mannfjöldinn í upphafi ársfjórðungsins | 364.260 | 186.960 | 177.300 |
Breyting | 1.870 | 1.080 | 790 |
Fæddir | 1.080 | 570 | 510 |
Dánir | 620 | 290 | 320 |
Aðfluttir umfram brottflutta | 1.410 | 800 | 610 |
Aðfluttir | 3.130 | 1.780 | 1.350 |
Brottfluttir | 1.720 | 980 | 740 |