Maður var handtekinn eftir hnífaárás í Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lögreglan á Suðurnesjum, með aðstoð sérsveitarmanna, mætti á vettvang er tilkynning barst um hnífstunguárás í húsnæði hælisleitenda við Lindarbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Samkvæmt Víkurfréttum var fjölmennt lið lögreglu sent á vettvang auk sérsveitarmanna og sjúkraflutningamönnum.
Fram kemur í frétt VF að árásamaðurinn hafi verið yfirbugaður af lögreglu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans. Ekki var hann alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum lögreglu.
Víkurfréttir ræddi við Bjarneyju Annelsdóttur, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Suðurnesjum en hún sagði að það væri sérstakt verklag hjá lögreglunni að njóta aðstoðar sérsveitar er hnífamál koma upp. Eftir að árásaraðilinn var handtekinn, var hann yfirheyrður og telst málið vera upplýst.