Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur tilkynnt um hvaða fjölmiðlar hafa hlotið náð fyrir augum nefndarinnar þetta árið og eru það 27 fjölmiðlar sem fá styrki þetta árið.
Heildarupphæðin er 550 milljónir og skiptist á milli fjölmiðla á eftirfarandi máta:
- Árvakur hf. – 123.898.018
- Birtíngur útgáfufélag ehf. – 8.207.371
- Bændasamtök Íslands – 22.238.582
- Eigin herra ehf. – 6.400.834
- Elísa Guðrún ehf. – 6.127.106
- Eyjasýn ehf. – 3.166.157
- Fjölmiðlatorgið ehf. – 30.934.727
- Fótbolti ehf. – 8.710.122
- Fröken ehf. – 13.127.340
- Hönnunarhúsið ehf. – 1.578.691
- Iceland Review ehf. – 8.314.431
- Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. – 4.796.184
- Mosfellingur ehf. – 2.237.401
- Myllusetur ehf. – 40.511.539
- Nýprent ehf. – 5.305.651
- Prentmet Oddi ehf. – 5.439.839
- Sameinaða útgáfufélagið ehf. – 66.979.195
- Samstöðin ehf. – 6.371.510
- Skessuhorn ehf. – 16.637.261
- Skrautás ehf. – 1.924.722
- Sólartún ehf. – 12.468.655
- Steinprent ehf. – 4.176.504
- Sýn hf. – 123.898.018
- Tunnan prentþjónusta ehf. – 1.875.985
- Útgáfufélag Austurlands ehf. – 6.005.702
- Útgáfufélagið ehf. – 6.254.723
- Víkurfréttir ehf. – 13.315.665
Þremur umsóknum var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði sem þurfti.
Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins.
Mannlíf er í eigu Sólartúns ehf.