Fjölskylda mannsins sem fell ofan í sprungu í Grindavík vill að atvikið verði rannsakað af óháðum aðilum en Heimildin fjallaði um málið. Lúðvík Pétursson var við störf þann 10.janúar við íbúðarhús í bænum þegar hrun varð í sprungu sem varð til þess að hann fell skyndilega ofan í sprunguna.
Fjölskylda Lúðvíks segir mörgum spurningum enn ósvarað um ákvarðanatöku og aðdraganda atburðarásarinnar í Grindavík. Í Heimildinni staðfestir bróðir mannsins, Elías Pétursson, að fjölskyldan hafi óskað eftir því að óháðir og sjálfstæðir aðilar rannsaki málið.