Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fjölskylduhjálp Íslands gagnrýnd fyrir rasisma: „Vilt þú útskýra það fyrir honum eða á ég?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesinu tekur íslenskar fjölskyldur framyfir erlenda ríkisborgara með íslenskar kennitölur þegar kemur að matarútdeilingum fyrir jólin.

Baráttukonan Þórunn Ólafsdóttir bendir á tilkynningu frá Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi, á Twitter-reikningi sínum en hún hefur farið fyrir brjóstið á mörgum.
Í færslunni segir að Fjölskylduhjálpin muni byrja útdeilingum fljótlega ef veður leyfir. Þá segir orðrétt: „Við munum þá byrja á Íslendingunum sem sóttu um jólaaðstoð. Og ef vel gengur þá í beinu framhaldi á erlendum ríkisborgurum með íslenskar kennitölur. Ef veður leyfir.“

„Sé það á honum“

Maður sem kallar sig Kjartan úr Strumpunum á Twitter skrifaði athugasemd við færslu Þórunnar en þar stóð: „Mætti í rvk rétt fyrir lokun m/ samkynh afríkanska skjólstæðingi mínum með kt degi of snemma (íslendingadag) fyrir mistök. Án þess að hafa fengið að sýna kt sína „hann á að mæta morgun“. Ég: „Hvernig veistu?“ Starfsm:“Sé það á honum“ Ég:“Vilt þú útskýra það fyrir honum eða á ég?“ “

Fleiri skrifuðu athugasemdir og hneiksluðust af meintum rasisma samtakanna. Þórunn skrifaði svo nýja færslu í dag: „Þetta með Fjölskylduhjálp Íslands og rasisma er ekkert nýtt vandamál. Næstum árlega kemur upp umræða vegna framkomu þeirra í garð fólks af erlendum uppruna og átakanlegar reynslusögur af mismunun. En ríkisstjórnin lætur það nú ekki stoppa sig í að moka í þau skattfé.“ Þarna vísar Þórunn í styrki ríkisstjórnarinnar til hjálparsamtakanna.

Fjölskylduhjálpin sá að sér

- Auglýsing -

Fjölskylduhjálpin á Reykjanesinu tók eftir þeirri gagnrýni sem fyrri póstur þeirra varð fyrir og sendi nýja yfirlýsingu sem hægt er að sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -