Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Fjölskyldurnar sem virðast hamingjusamastar – eru oft flinkastar við að fela leyndarmálin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fjölskyldurnar sem líta oft út fyrir að vera hamingjusamastar – eru oft þær sem eru flinkastar við að fela leyndarmálin og flinkustu leikararnir. Ég var sjálf í svona „picture perfect“ sambandi –  Einbýlishúsið, jeppinn, bensinn,  utanlandsferðir,  útilegur – o.s.frv. Mikið var í það lagt að allt liti vel út og oft „bakkaði“ ég eiginmann minn upp í einhverju sem ég var ósammála.“

Svo hefst pistill eftir Jóhönnu Magnúsdóttur prest, sem hún birtir á Facebook. Pistillinn hefur vakið mikla athygli en fjölmargir virðast tengja við frásögn hennar. Hún hvetur fólk sem hefur lent upp á kant við uppkomin börn að ræða við þau. Hún segir foreldra og börn þeirra oft hafa mismunandi sýn á uppeldisárin.

 Hér fyrir neðan má lesa pistil Jóhönnu í heild sinni

Innan um allt þetta „fullkomna“ –  urðu trúnaðarbrestir sem aldrei var unnið úr.   Það var á báða bóga.   Það var of mikil drykkja á heimilinu – og í ferðalögum.   Það komu upp alls konar atvik sem voru  trauma fyrir börnin. –      Þessu hafa börnin okkar þurft að vinna úr.    Það hefur reynst þeim erfitt og fullorðinsár þeirra alls ekki auðveld.    Það þýðir ekki að við foreldrarnir höfum ekki gert fullt rétt – og gert margt gott,  en það sem börn muna er eins og Maya Angelou segir,   kannski muna þau ekki nákvæmlega hvað þú sagðir,  ekki nákvæmlega það sem þú gerðir – en þau muna hvernig þú lést þeim líða.   

Það að gera skemmtilega hluti saman – fá allt hið veraldlega sem hægt er að kaupa – fá að fara í utanlandsferðir o.s.frv. – gerir ekki fjölskyldu hamingjusama eða heila.     Það er það sem er að gerast inni á heimilinu í hversdeginum.   Það eru heilbrigð samskipti foreldra sem skipta máli.   Samskipti mín og föður barnanna voru ekki heilbrigð.     Margt gott – margt skemmtilegt,  en margt vont og alls ekki skemmtilegt. 

Mér finnst að börnin okkar þurfi að fá viðurkenningu á þessu – og þau fá hana frá mér.   „Validation“  heitir það á ensku.   Þegar þau koma til þín  (sem þau hafa gert við bæði mig og föður sinn)  og rifja upp það sem þeim fannst erfitt –  þá er ekki bara hægt að smætta það eða segja „Já en við gerðum líka svo margt skemmtilegt“ …     Það er alveg satt, en það strokar ekki út það sem var vont. –    

Ef við gerum það – að segja:  „Þetta var nú ekki svona slæmt“  þá erum við að gaslýsa börnin og gera lítið úr þeirra upplifun.   –

- Auglýsing -

Ég held þetta sé grundvallaratriði fyrir foreldra að skilja.  Að mæta börnum og þá uppkomnum börnum með skilningi og fara ekki í vörn.  Taka á móti því og ekki fara í sjálfsréttlætingu.    Í framhaldi er svo hægt að vinna úr því – biðjast fyrirgefningar og fyrirgefa sjálfum sér í framhaldinu fyrir að kunna ekki betur eða gera betur. 

Við sem erum foreldrar erum líka uppkomin  börn foreldra sem e.t.v.  sögðu eitthvað særandi. Misnotuðu áfengi o.s.frv. –  en ef engin/n viðurkennir að þetta sé rangt – lærum við aldrei af mistökunum. 

Ef að börnin þín eru hætt að tala við þig – eða blokkera.  Ekki segja að það sé bara eitthvað að þeim – líttu í eigin barm.  Þau eru af kynslóð sem talar um málin. Leitar sér hjálpar og fara jafnvel í dáleiðslu þar sem allt veltur upp sem gerðist sem börn.  Ekki segja að þetta sé vitleysa og spyrja vini þína hvort þú sért ekki góð mamma/ eða góður pabbi – því að sonur þinn eða dóttir sé nú alveg í ruglinu.    

- Auglýsing -

Börnin okkar eru að kenna okkur að segja satt og hætta að fela og þykjast.   Að lifa innan frá og út.  En ekki í yfirborðsmennskunni til að allir haldi að allt sé í lagi hjá okkur.   Þannig að almenningsálit eða  hvernig hlutirnir líta út sé mikilvægara – en hvernig þeir eru í raun og veru. –

Ef uppkomið barnið þitt er reitt út í þig – er það oftast ekki vegna þess sem þú endilega  gerðir – heldur vegna þess að þú viðurkennir ekki að hafa gert neitt á hlut þess. 

Skrifað með tárum – og fyrir fólkið sem þarf á því að halda að áföll þeirra og erfiðleikar í uppvexti fái viðurkenningu. 

Skrifað fyrir börnin mín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -