Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fjórar bandarískar F-16 herþotur koma til landsins á morgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á morgun er von á bandarískri flugveit til landsins til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland.

Íslendingar þurfa ekki lengur að óttast árásir á landið því bandarísk flugsveit mun frá og með morgundeginum annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins yfir Íslandi. Samkvæmt Landhelgisgæslunni kemur flugsveitin til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn.

Flugsveitin tekur þátt í verkefninu auk starfsmanna stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í Udem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Ef veður leyfir, er gert ráð fyrir aðflugsæfingum sveitarinnar á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum dagana 21. til 27. október.

Sama fyrirkomulag verður á framkvæmd verkefnisins og undanfarin ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland, að því er kemur fram hjá Landhelgisgæslunni.

Mun flugsveitin verða með aðsetur á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar auk flugsveita aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er sinna kafbátaeftirliti úti fyrir stöndum landsins.

- Auglýsing -

Varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samstarfi við Isavia, í umboði utanríkisráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að loftýmisgæslunni ljúki um miðjan nóvembermánuð.

Ljósmynd: Landhelgisgæslan/Árni Sæberg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -