Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Fjórðungur kvenna á Íslandi glímir við svefnvandamál – Algengari meðal kvenna á Norðurslóðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný vísindagrein byggð á rannsókninni Áfallasögu kvenna birtist á miðvikudaginn. Niðurstöður hennar sýna að nær fjórðungur kvenna á Íslandi glímir við alvarleg svefnvandamál.

Samkvæmt greininni eru alvarleg svefnvandamál algengari meðal kvenna á Norðurslóðum, en annars staðar, sérstaklega á veturna. Þessar niðurstöður hvetja til þróunar á fyrirbyggjandi aðferðum og inngripum fyrir konur sem búa á Norðurslóðum sem þjást af svefnvandamálum.

Alvarleg svefnvandamál

Hingað til hafa fáar rannsóknir rannsakað svefnvandamál meðal kvenna sem búa á Norðurhveli jarðar eða íslenskra kvenna, sem búa við breiddargráðu 63–66°N. Markmið þessarar íbúarannsóknar er að meta algengi alvarlegra svefnvandamála og tengdra þátta.

Þátttakendur voru 29.681, konur á aldrinu 18–69 ára. Bakgrunnsupplýsingar, heilsutengd hegðun og geðheilsueinkenni voru metin með spurningalista á netinu.

Ýmsir áhættuþættir

Á heildina litið sögðu 24,2% kvenna frá alvarlegum svefnvandamálum. Konur sem svöruðu á veturna sýndu almennt hærra algengi alvarlegra svefnvandamála, samanborið við þær sem svöruðu á sumrin.

Alvarleg svefnvandamál voru algengari meðal ungra kvenna og kvenna á miðjum aldri, þeirra sem voru einhleypar, hjá mæðrum, þeim sem voru með félagslegar- og efnahagslegar áskoranir og unnu vaktavinnu. Ennfremur voru áhættuþættir eins og offita, óheilbrigður lífstíll, of mikill skjátími og geðræn  vandamál tengd alvarlegum svefnvandamálum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -