Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Fjórir öskurapar stóðu út á götu í miðborginni – Húsráðandi rak innbrotsþjóf á brott

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt og annað gekk á í gærkvöldi og í nótt á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók lögreglu.

Í miðborg Reykjavíkur barst tilkynning um fjóra öskurapa sem stóðu á öskrinu úti á götu. Lögreglan mætti á vettvang en aðilarnir fundust ekki. Þá barst tilkynning um mann sem hafði komið sér fyrir í gámi á svæði fyrirtækis í Laugardalnum en þegar lögreglu bar að garði, var hann farinn. Enn einn aðili fannst ekki er lögreglu barst tilkynning um einstakling sem var að ónáða hótelgesti í miðbæ Reykjavíkur. Sá var farinn þegar lögreglu bar að. Maður gekk á miðri Kringlumýrarbraut stuttu eftir miðnætti en lögreglan sinnti útkalli vegna hans, ekki kemur fram í dagbókinni hverjar málalyktirnar voru. Rétt fyrir tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um mikinn tónlistarhávaða frá skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur en lögreglan sinnti kallinu. Þá barst lögreglu tilkynning um sótölvaðan mann í miðborginni með ógnandi tilburði, þegar klukkan var gengin 42 mínútur í fjögur í nótt. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort lögreglan hafi haft hendur í hári mannsins. 

Í Hafnarfirði varð umferðaslys um klukkan 20 í gærkvöldi. Tvær bifreiðar skemmdust en engin slys urðu á fólki. Þá varð annað umferðaslys í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 01:00 í nótt en engin slys urðu á fólki. Olía lak hins vegar frá bifreiðinni og var því Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sent á vettvang.

Í Efra-Breiðholti barst tilkynning um líkamsárás um miðnætti en ekki kemur fram hjá lögreglunni hvort einhver hafi verið handtekinn, né hversu alvarleg líkamsárásin var. Í Kópavogi var þjófur nappaður í verslun en lögreglan afgreiddi málið á vettvangi. Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi var ökumaður kærður fyrir að aka á 110 kílómetra hraða á klukkustund,þ ar sem leyfilegur hámarkshraði er 80. Málið var afgreitt á vettvangi.

Klukkan 16:42 barst lögreglu tilkynning um rásandi aksturslag í hverfi 110. Lögreglan sinnti málinu og reyndist ökumaðurinn ölvaður. Var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Úr Grafarvoginum barst tilkynning um húsbrot klukkan 22:00 í gærkvöldi en húsráðandi hafði komið innbrotsþjófinum út og var hann á bak og burt þegar lögreglan mætti á vettvang. Einnig var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Grafarvoginum upp úr klukkan tvö í nótt. Lögreglan sinnti eins og það er orðað í dagbókinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -