Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Fjórmenningarnir í stóra fíkniefnamálinu allir íslenskir – Markaðsvirði kókaínsins 1,7 milljarður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórmenningarnir sem handteknir voru eftir að tæp 100 kílógrömm af kókaíni fundust falin í vörusendingu á leið til landsins, eru allir íslenskir.

Lögregluyfirvöld á Íslandi og í Hollandi komu að rannsókn málsins en í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að talið sé að fjórmenningarnir tengist skipulagri brotastarfsemi. Samkvæmt upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins sem Mannlíf ræddi við, eru mennirnir allir íslenskir og málið ekki tengt erlendu glæpagengi.

Aldrei áður hefur lögreglan á Íslandi fundið jafn mikið magn af kókaíni í einu en markaðsvirði efnisins er um 1,7 milljarður króna, sé miðað við að í júní hafi grammið kostað 17.000 kr.

Sjá einnig: Rannsókn á stóra fíkniefnamálinu miðar vel – Földu 100 kíló af kókaíni í timbursendingu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -