„Við bara eltum íbúafjöldann,“ sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í samtali við Morgunblaðið í dag. Stendur til að fjölga kúlum í Lottói Íslenskrar getspár en þarf nú fimm réttar tölur af 42 til þess að fá vinninginn. Breytingin yrði ekki ýkja mikil en stendur til að fjölga kúlum um tvær.
Það þýðir að einstaklingar þyrftu fimm tölur af 42 til þess að vinna. Síðasta breyting á kúlunum var gerð árið 2008. Þá fóru kúlurnar úr 38 í 40 en voru íslendingar á þeim tíma 315 þúsund. Í dag sgir Stefán íslendinga vera orðna um 370 þúsund manns en auk þess hefur verið lagt til að verð á röð hækki úr 130 krónum í 150 og einum vinnigsflokki bætt við. Íslensk gespá hefur þegar lagt inn beiðni og óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að breytingarnar verði að veruleika. Tillögurnar má finna í Samráðsgáttinni.