- Auglýsing -
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands gæti orðið fljúgandi hálka suðvestantil í kvöld. Í Borgarfirði og á Hellisheiði verður hálkan að öllum líkindum hvað mest og því mikilvægt að fólk fari varlega. Frost verður á bilinu 1 til 12 gráður á landinu í kvöld, kaldast innanlands.
Á morgun gætu íbúar höfuðborgarsvæðisins átt von á slyddu en hiti verður í kring um eina gráðu. Þá hlýnar töluvert á öllu landinu þegar líða fer á vikuna og er spáð allt að níu stiga hita á miðvikudag.