Brottvísanir hælisleitenda eru hafnar frá Íslandi eftir að hafa legið að mestu niðri í tvö ár. Um nokkuð stóran hóp er að ræða, á þriðja tug flóttamanna, og stendur til að senda fólkið til Grikklands. Samkvæmt Magnúsi M. Norðdahl lögmanni gæti fjöldinnstórvaxið.
Covid-ferðatakmarkanir hafa sett strik í reikninginn varðandi brottvísanir en þær eru nú úr sögunni.
„Umbjóðendur mínir hafa fengið símtöl undanfarna daga með tilkynningu um fyrirhugaða framkvæmd brottvísunar,“ segir í samtali við Fréttablaðið í dag.
Magnús segir að í hópnum séu einstaklingar sem hafa dvalið hér á landi í lengri tíma, fest hér rætur, fengið vilyrði um vinnu, eignast barn og myndað tengsl við íslenskt samfélag.
„Meðal annars er í hópnum kona gengin átta mánuði á leið,“ segir Magnús sem bætir við að þetta sé ómannúðleg meðferð á fólki sem hefur fest hér rætur.
„Heimsfaraldur kórónaveiru takmarkaði mjög tækifæri stjórnvalda til að vísa fólki á brott, sem jók tímalengd dvalar hér á landi. Að taka þann hóp núna og reka úr landi er ámælisvert og ekki í anda samfélags mannúðar og kærleika.“