Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Flokkur fólksins greiðir ekki með „stórgölluðu“ almannatryggingafrumvarpinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokkur fólksins mun ekki greiða atkvæði með almannatryggingafrumvarpinu sem ríkisstjórnin ætlar að keyra í gegnum þingið í kvöld, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá flokknum.

Rétt í þessu barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá Flokki fólksins undir heitinu: „Flokkur fólksins greiðir ekki atkvæði með stórgölluðu almannatryggingafrumvarpi“ en þar eru nefndar ástæðurnar fyrir því að flokkurinn hyggst ekki greiða atkvæði með almannatryggingafrumvarpinu. Er ýmislegt nefnt, meðal annars það að öryrkjar voru ekki hafði með í ráðum við gerð nýs almannatryggingakerfis, starfsgetumatið hafi ekki verið útfært í frumvarpinu og að frumvarpið muni leiða til minni kjarabóta en launþegar fengu í gegnum kjarasamninga þessa árs.

Hér má sjá helstu ástæðu þess að Flokkur fólksins getur ekki stutt frumvarpið:

  *   Heildarsamtök öryrkja fengu ekki fulltrúa í starfshópinn sem móta átti nýtt almannatryggingakerfi. Öryrkjar voru því ekki hafðir með í ráðum.

  *   Of mikil áhersla er lögð á starfsgetu og virknisstyrk, sem öryrkjar óttast að geti leitt til þess að þeir séu neyddir til vinnu umfram getu. Í Bretlandi voru slíkar breytingar innleiddar sem orsakaði þúsunda sjálfsvíga þegar óvinnufært fólk var þvingað á vinnumarkað.

  *   Starfsgetumatið er ekki útfært í frumvarpinu og því gæti ráðherra því ákveðið skaðlegar breytingar seinna án aðkomu þingsins.

- Auglýsing -

  *   Frumvarpið leiðir til minni kjarabóta en launþegar hafa fengið í gegnum kjarasamninga á þessu ári.

  *   Fólk á hlutaörorkulífeyri gæti orðið fyrir alvarlegri tekjuskerðingu ef það fær ekki vinnu innan tveggja ára. Að auki er skortur á vinnumarkaðsaðgerðum og fjárframlögum til að tryggja aukið aðgengi öryrkja að störfum, sem gæti gert það enn erfiðara fyrir einstaklinga á örorkulífeyri að finna atvinnu og forðast tekjuskerðingu.

  *   Of mikil áhersla er lögð á að draga úr nýgengi örorku til að spara útgjöld ríkisins. Þegar sparnaður er í fyrirrúmi er hætta á að kerfið verði of strangt og matið of þröngt. Þá geta þeir sem raunverulega þurfa á stuðningi að halda fallið á milli skips og bryggju.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -