Flokkur fólksins gaf rétt í þessu út eftirfarandi yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar launahækkunar æðstu ráðamanna þjóðarinnar.
Laun ráðherra og annarra æðstu embættismanna hækka um rúm sex prósent fyrsta júlí. Forsætisráðherra segir lög sem ákvarða launahækkunina vera gott fyrirkomulag. Það nær ekki nokkurri átt að stjórnvöldstígi fram með slíku fordæmi gagnvart samfélagi í sárum. Þetta er blaut tuska í andlit þjóðarinnar.
Almennt launafólk fær hækkanir frá u.þ.b. 30.000 krónum upp í 66.000 krónur. Hvaða skilaboð sendir það til almennings þegar æðstu ráðamenn landsins, sem margir hverjir hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna sem hefur barist af hógværð fyrir umbjóðendur sína, taka allt að 113% hærri launahækkun en samið var um á almennum vinnumarkaði?
Flokkur fólksins krefst þess að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna verði frestað á meðan okurvextir og óðaverðbólga fara um samfélagið sem eldur um akur og á meðan verkföll og kjaradeilur eru á borðinu.