Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Flokki fólksins og Pírötum kemur fram að flokkarnir hafi ákveðið að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn Íslands. Vilja flokkarnir að þing verði rofið fyrir 26. júlí og að gengið verði til kosninga 7. september.
„Hér er ríkisstjórn nýtekin við og strax farin að sanka að sér tugþúsundum undirskrifta um vantraust,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, við RÚV um málið en Björn á þó ekki von á að tillagan verði samþykkt.
„Þetta er verklaus stjórn og við vantreystum henni og það gera líka 40 þúsund manns,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.