Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Flosi undir stækkunarglerinu: Dreymir um að fljúga í orrustuþotu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flosi Þorgeirsson er eitthvert það frumlegasta spútnik sem ratað hefur á íslenskan stjörnuhimin.

Hlaðvarpið Draugar fortíðar í umsjón Flosa og Ljóta hálfvitans, Baldurs Ragnarssonar, hefur slegið rækilega í gegn og þeim hefur tekist það ómögulega, að gera mannkynssöguna skemmtilega. Draugarnir eru upplýsandi eins og ætla mætti, en vinátta þeirra félaga er annars heims, enda eins og þeir komi hvor úr sínu sólkerfinu.

Flosi hefur óhræddur rætt lamandi kvíða sinn og þunglyndi og um daginn heyrðu hlustendur þegar Flosi hljómaði eins og uppvakningur, svo Baldur ákvað að slá upptökuna af í miðjum inngangi og svo var klippt á mun hressari Flosa sem tekinn var upp dögum seinna. Ofan á fróðleikinn hafa þeir félagar náð að opna umræðu um líðan og minnt hressilega á að drumbsháttur og jaxlabit eru misskilin karlmennska þeirra sem kunna ekki að taka á hlutum. Einn hlustandi orðaði það svo, að Flosi væri með áferðarfallegan drunga, því þrátt fyrir misjafna daga væri kappinn aldrei leiðinlegur. Okkur fýsti að vita meira um þennan Ham-pönkara með ótal hattana.

 

Fjölskylduhagir? Tvífráskilinn einstæðingur. Tvö uppkomin börn.

Menntun/atvinna? Sjúkraliði og fór svo á gamals aldri í sagnfræðina. Fannst allt í einu gaman í skóla.

- Auglýsing -

Uppáhaldssjónvarpsefni? Fawlty Towers, X-Files, Buffy the Vampire Slayer, Breaking Bad, The Wire, Dark, Rick & Morty, Star Trek TNG, Firefly, The Expanse, The Boys, Bottom, South Park, The Prisoner, What We Do in the Shadows.

Leikari? Vincent Price, Christopher Lee, Toni Collette, Matti Pellonpää, Marcia Gay Harden, Toshiro Mifune.

Rithöfundur? Phillip K. Dick, Frank Herbert, Ursula K. Le Guin, Halldór Laxness, Sjón, Dan Simmons, Stephen King, Iain Banks, Richard Matheson.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Bók. Bíó er dautt og búið, en ég er svo heppinn að ég fékk að kynnast töfrum þess.

Besti matur? Hákarl.

Kók eða pepsí? Kók og enn betra sé þess neytt í hófi.

Fallegasti staðurinn? Rauðasandur, Askja, Ásbyrgi, Monument Valley í Arizona, White Sands í New Mexico, Grand Canyon, listinn er endalaus enda er þetta falleg pláneta… ennþá. 

Hvað er skemmtilegt? Að hlæja og gráta með skemmtilegu fólki.

Hvað er leiðinlegt? Að þurfa að umgangast leiðinlegt fólk sem dregur úr manni lífskraftinn.

Hvaða flokkur? Er þetta um stjórnmál? Hef kosið alla flokka. Fer bara eftir frambjóðendum og stefnumálum hverju sinni. Fólk sem heldur með stjórnmálaflokki eins og sumir halda með Liverpool, er ekki heilt á geði.

Hvaða skemmtistaður? Stofan mín. Þar er La-Z-Boy, 65 tomma sjónvarp, stór bókahilla, tölva, gítar og gítarmagnari. Þarf eitthvað meira?

Kostir? Fróður, ágætlega greindur, með kímnigáfu, kann að segja frá hlutum svo fólk hlusti, þolinmóður, má ekkert aumt sjá.

Lestir? Þunglyndur og kvíðinn, mislyndur, stundum með stuttan þráð, fordómafullur og læt gremju stjórna mér of oft.

Hver er fyndinn? Hef sankað að mér vinum og kunningjum sem allir eru óstjórnlega fyndnir. Félagar mínir HAM koma mér oft til að grenja úr hlátri.

Hver er leiðinlegur? Hefur tekist að losna við flest þannig fólk úr lífi mínu. Lífið er of stutt til að umgangast leiðinlegt fólk.

Trúir þú á tilvist drauga? Nei, en mér finnst þeir æðislegir.

Stærsta augnablikið? Sjá börnin mín fæðast, útskrifast úr sagnfræði í HÍ og að gefa út fyrstu sólóplötuna.

Mestu vonbrigðin? Ég held með Liverpool, svo af þeim er meira en nóg…

Hver er draumurinn? Að ferðast meira og halda áfram að gera tónlist (eða aðra list) með hæfileikaríku fólki. Líka að fljúga í orrustuþotu.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Halda mér á lífi? Nei, ókei… það er líklega að gefa plötuna mína út á vínyl. 

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Ég set mér eiginlega aldrei markmið, það endar bara með skelfingu.

Manstu eftir einhverjum brandara? Ég var í barnaskóla með strák sem hét Brandur Ari. Ég man alveg eftir honum.

Vandræðalegasta augnablikið? Að kalla á kærustuna, en nota nafn fyrrverandi. Svo prumpaði ég í jógatíma. Það var ferlegt.

Sorglegasta stundin? Að sjá á bak föður mínum og bróður var vont. Ég hefði viljað meiri tíma með þeim. Þeir voru góðir menn.

Mesta gleðin? Að sjá krakkana mína verða að góðu fólki með ríka réttlætiskennd og mikinn húmor. 

Mikilvægast í lífinu? Standa með sjálfum sér og ekki rífa sig niður. Þetta er mitt líf og ég lifi því eins og ég vil.

 

Stækkunarglerið birtist í nýjasta tímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -