Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Felmtri sló á alla í Búðardal: „Þeir höfðu náð í Maríu heitina og hjeldu henni upp úr sjónum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugbátur í eigu Loftleiða hófst á loft nálægt Búðardal með átta manneskjum innanborðs. Illa hafði gengið að koma flugbátnum á loft en það tókst í þriðju tilraun. En vélin komst ekki langt því er hún var komin í um 30 metra hæð, tók hún snarpa vinstri beygju og steyptist í sjóinn á vinstri væng og nef og hvolfdi um leið og í sjóinn var komið.

Fjórir létust, þrír særðust og einn komst lífs af án teljandi meiðsla. Þetta gerðist 13. mars árið 1947.

Morgunblaðið sagði frá slysinu daginn eftir á eftirfarandi hátt:

4 FARÞEGAR LÁTA LÍFIÐ Í FLUGSLYSI

FLUGBÁTUR HRAPAR VIÐ BÚÐARDAL
Átta manns voru í flugvjelinni

Í GÆRDAG hrapaði í sjóinn vestur við Búðardal Grumman flugbátur er var að leggja af stað. Í honum voru átta manns. Af sjö farþegum fórust fjórir.- Tvær konur, önnur hjeðan úr Reykjavík, en hin frá Búðardal, og tveir karlmenn. Annar frá ísafirði en hinn frá Búðardal. Af þeim fjórum sem bjargað var slapp aðeins einn ómeiddur. Er slysið vildi til, var veður hið besta og ládauður sjór. Þeir sem fórust með flug- bátnum voru:

Frú Elísabet Guðmundsdóttir, Búðardal, kona Magnúsar Rögnvaldssonar, verkstjóra í Búðardal. Hún var um fertugt.

- Auglýsing -

Frú María Guðmundsdóttir, ekkja Guðjóns heitins Gamalielssonar, húsameistara, frá Bergstöðum við Bergstaðastræti, Reykjavík.

Einar Oddur Kristjánsson, gullsmiður, Ísafirði, lætur eftir sig konu og 3 uppkomin börn.

Magnús Sigurjónsson frá Hvammi í Dölum. Hann var ungur maður einhleypur.

- Auglýsing -

Þeir sem björguðust: Þrem farþegum og flugmanninum var bjargað. Farþegarnir voru: Benedikt Gíslason, prentmyndagerðamaður, Reykjavík, frú Guðrún Arnadóttir, læknisfrú í Búðardal og Magnús Halldórsson frá Ketilsstöðum við Búðardal. Flugmaður var Jóhannes Markússon.

Á leið til Reykjavíkur


Grummanflugbátur þessi var eign h.f. Loftleiða. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur. En bæði á Ísafirði og á Djúpuvík höfðu farþegar verið teknir. — María heitin Guðmundsdóttir kom í flugvjelina á Djúpuvík, en Einar O. Kristjánsson á Ísafirði. Flugvjelin settist á sjóinn skamt fyrir framan kauptúnið. Voru farþegarnir 5, sem ætluðu að taka sjer far með flug,- vjelinni fluttir á bát út í vjelina. Rjeru þeir bátnum tveir: Eiður Sigurðsson, bílstjóri í Búðardal og Aðalsteinn Guðmundsson, verkamaður. Er þeir höfðu skilað farþegunum út í vjelina snúa þeir á bátnum til lands. En mótorar flugvjelarinnar voru settir af stað. Eftir litla stund rennir flugmaður vjelinni til flugs. Lyftist hún lítið eitt upp frá sjávarfletinum. En síðan sjá menn sjer til mikillar skelfingar að flugvjelin tekur að hallast. — Hvolfist hún yfir á vinstri væng og snýst svo að það skiftir engum togum, að hún er á hvolfi í sjónum, en marar þar í kafi. Sjónarvottar geta enga grein gert sjer fyrir því hvað hafi verið orsök þess að svo fór. En hvað flugmaður segir um orsakir slyssins vissi blaðið ekki í gærkvöldi. Felmtri sló á alla í Búðardal yfir þessu sviplega slysi, sem þama gerðist fyrir augum þeirra án þess að nokkur gæti gert sjer grein fyrir orsökum þess.

Björgunarstarfið

Mennirnir á ferjubátnum, sem rjeru út að flugvjelinni með farþegana fylgdust með því, sem gerðist. Rjeru þeir nú lífróður út að flugvjelinni, þar sem hún lá í sjónum og maraði í kafi. Fimm af þeim, sem í vjelinni voru höfðu komist út úr henni. Flugmaðurinn, Jóhannes Markússon hafði komist upp á kjöl vjelarinnar og eins Benedikt Gíslason. Þeir höfðu náð í Maríu heitina og hjeldu henni upp úr sjónum.

En Magnús Halldórsson og eins frú Guðrún Árnadóttir höfðu náð taki á flugvjelinni, nálægt dyrunum og hjeldu sjer þar. Er blaðið átti tal við Eið Sigurðsson í gærkvöldi til þess að spyrja hann um nánari atvik að slysinu, skýrði hann m.a. svo frá að greiðlega hefði gengið fyrir þeim tveim, sem í bátnum voru að bjarga þeim, sem komist höfðu út úr vjelinni. — Gerði hann ráð fyrir að liðið hefðu um 15—20 mínútur frá því að flugvjelin hrapaði þangað til að þeir höfðu náð fólkinu í bátinn. En að því búnu taldi hann að ekkert viðlit hefði verið að bjarga þeim, sem inni í flugvjelinni voru. Því að flugvjelin var þá fyrir löngu full af sjó og sennilega að farþegarnir hafi aldrei losað sig úr sætisböndunum, sem spent voru um þá er flugvjelin skyldi hefja sig til flugs.

Hvernig komust þeir út?

Ekki er hægt að gera sjer grein fyrir því hvernig þeir komust út úr vjelinni, sem björguðust. Eiður sagði blaðinu, að Benedikt Gíslason hefði sagt sjeir, að hann hefði orðið þess var að flugvjelin fór að hallast ískyggilega mikið, þá sagt sjer, að er hann hefði orðið losað ólina, sem hann var bundinn með í sæti sitt. En hann hafði enga hugmynd um hvernig hann komst út úr flugvjelinni. Er Eiður og Aðalsteinn voru komnir með fólkið í land hlupu aðrir menn út í bátinn til þesg að róa út að flugvjelarflakinu og freista að ná þeim, sem þar voru eftir. En þeir voru ekkl komnir nema skamt frá landi er þeir sáu að flugvjelarflakið sökk. Óvíst var talið er í land kom hvort María heitin væri lífs eða liðin. Hóf hjeraðslæknir þegar lífgunartilraunir, en þær báru ekki árangur. Guðrún Ámadóttir, kona hjeraðslæknisins var handleggsbrotin. En flugmaður, talsvert særður á höfði. Benedikt var ósár. Magnús Ketilsson var lítils háttar meiddur. Skýrði læknirinn blaðinu svo frá í gærkvöldi, að þeim, sem meiddust liði bærilega.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -