Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

Flugeldarnir verða dýrari í ár: „Ég held að það sé nokkuð ljóst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgunarsveitir landsins munu hækka verð á flugeldum fyrir komandi áramót. Það staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og kennir hárri verðbógu og slöku gengi krónunnar um.

„Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður einhver hækkun frá síðasta ári, það er 10 prósenta verðbólga og gengið hefur ekki verið okkur Íslendingum hagstætt. Það snertir flugelda eins og annað,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

Allir flugeldar sem björgunarsveitirnar hafa pantar eru nú þegar komnir til landsins og þrátt fyrir verðhækkanir vonast Jón eftir góðri flugeldasölu í ár. „Það liggur alveg fyrir að þetta er það sem stendur undir starfi björgunarsveitanna. Að meðaltali stendur þetta undir 60- 70 prósent af rekstrarkostnaði sveitanna, í sumum tilvikum allt upp í 80 prósent.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -