Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Flugfreyja bjargaði lífi þriggja ára stúlku: „Stelpan var orðin máttlaus í höndunum á okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugfreyjan Ásta Birna Hauksdóttir bjargaði lífi þriggja ára stúlku þegar brjóstsykurmoli stóð í hálsi hennar á leið Flugleiða til Vestmannaeyja, í janúar 1994.

Á þessum tíma var það siður hjá Flugleiðum að gefa farþegum sínum brjóstsykurmola og þó að móðir hinnar þriggja ára Fanndísar Fjólu, Sigrún Sigmarsdóttir, vildi ekki gefa dóttur sinni brjóstsykurmolann, lét hún undan enda erfitt að gefa barninu ekki mola þegar allir aðrir fengu. Stuttu síðar hrökk molinn ofan í kok Fanndísar svo hún náði ekki andanum. Sigrún gerði allt til þess að koma brjóstsykurmolanum úr koki dóttur sinnar en án árangurs. Aðeins einn farþegi reyndi að hjálpa stelpunni en það var ungur strákur sem þó gekk ekkert betur en móðurinni að losa molann.

Stelpan var farin að missa mátt og útlitið orðið ansi svart þegar flugfreyjan Ásta Birna Hauksdóttir steig fram og drýgði hetjudáð og náði molanum úr koki Fanndísar og bjargaði þannig lífi stúlkunnar litlu.

DV skrifaði um hetju háloftanna á sínum tíma en fréttina má lesa hér í heild sinni:

Bjargaði lífi lítillar stúlku:

Hef aldrei fyrr lent í slíku – segir Ásta Birna Hauksdóttir flugfreyja

Lítill vafi er á að Ásta Birna Hauksdóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum, bjargaði lífi þriggja ára stúlku þegar flugvél félagsins var í aðflugi að Vestmannaeyjaflugvelli í fyrradag, eins og skýrt var frá í DV í gær. Tildrögin vom þau að brjóstsykur stóð fastur í koki stúlkunnar og hafði móðir hennar reynt árangurslaust að ná honum upp þegar flugfreyjan sá hvað verða vildi.

- Auglýsing -

„Ég var á móti því að Fanndís Fjóla fengi brjóstsykursmolann en það er erfitt að segja nei við þriggja ára bam þegar allir aðrir fá mola,“ sagði Sigrún Sigmarsdóttir móðir hennar í samtali við DV.

„Allt í einu hrökk molinn ofan í hana og stóð í henni. Ég reif hana úr beltinu, lagði hana á hné mér og bankaði á bakið á henni. Það bar engan árangur og þá stóð ég upp og reyndi að þrýsta molanum upp með því að taka þéttingsfast um magann á henni. Þegar það bar heldur ekki árangurleistmér ekkert oröiö á blikuna. Ég kallaði til hinna farþeganna en enginn sinnti því. Það var ekki fyrr en ungur strákur stóð upp. Hann reif Fanndísi Fjólu úr fanginu á mér en það hafði ekkert að segja. Ég var orðin verulega hrædd enda var stelpan orðin máttlaus í höndunum á okkur. Í því kom flugfreyjan og spurði hvort stæði í henni. Ég játaði því og án þess að hika óð hún með finguma ofan í kok á stelpunni. Ég held að ég hafi sjaldan orðið eins fegin og þegar flugfreyjan sagðist hafa náð molanum,“ sagði Sigrún.

Fanndís Fjóla var fljót að jafna sig en fyrst á eftir ældi hún lítils háttar blóði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigrún lendir í svipuðu um borð í flugvélum Flugleiða.

- Auglýsing -

„Fyrir rúmlega ári hrökk brjóstsykur ofan í son minn en það var ekki eins alvarlegt og nú. Þá skrifaði ég félaginu og mótmælti því að farþegum væri boðið upp á brjóstsykur um borð í flugvélunum. í svarbréfi frá Flugleiðum var ég beðin afsökunar með ósk um að næsta flugferð yrði ánægjulegri,“ sagði Sigrún og þetta átti eftir að gerast í annað skipti þannig að atvikið á þriðjudaginn er það þriðja sem Sigrún lendir í með börn sín um borð í vélum.

Í gærkvöldi var Ásta Birna flugfreyja í vél til Eyja og þá notaði Fanndís Fjóla tækifærið og færði henni blóm sem þakklætisvott fyrir björgunina. Ásta Birna gerði lítið úr atvikinu. Sagðist hún reyndar aldrei fyrr hafa lent í slíku. „En í þjálfun flugfreyja er okkur kennt að bregðast svona við og hún kom að notum í þessu tilfelli,“ sagði Ásta Birna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -