Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Flugslysið í Skerjafirði – Hrapaði með farþega á leið heim af þjóðhátíð árið 2000

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klukkan 20:36 þann 7. ágúst árið 2000 urðu fjölmargir vitni að því þegar 6 sæta farþegaflugvél brotlenti í Skerjafirði með þeim afleiðingum að einn fórst strax á slysstað og þrír á sjúkrahúsi skömmu síðar. Tveir farþeganna lifðu slysið af en voru þó það mikið slasaðir að þeir létust innan árs frá slysinu.

Morgunblaðið greindi frá þessu þann 9. ágúst, sama ár.

Morgunblaðið/Kristinn

Vélin, sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen, var við farþegaflutninga frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar slysið varð en tildrög slyssins voru þau að þegar vélin var á lokastefnu fyrir lendingu yfir Tjörninni barst flugmanninum fyrirmæli frá flugturni um að hætta við lendingu þar sem önnur flugvél væri á flugbrautinni. Flugvélin hækkaði því flugið til að taka hring og bíða þess að flugbrautin yrði auð, beygði yfir Skerjafjörðinn en þegar vélin hafði náð um 500 feta hæð missti hreyfillinn afl og flugvélin hrapaði.

Mynd: Morgunblaðið

Viðbragðsaðilar komu að í björgunarbátum aðeins nokkrum mínútum eftir slysið sem og kafari. Alls munu 17 manns hafa komið að björgunarstörfum og þar af fjórir kafarar. Greiðlega gekk að kafa niður að vélinni sem var á um 6 metra dýpi en köfun hófst tólf mínútur fyrir níu en fimm af sex sjúklingum voru komnir á land sautján mínútum síðar.

Þeir sem létust fyrst voru flugmaðurinn sem fæddur var 1971, og tveir karlmenn fæddir 1965 og 1977. Hin þrjú voru tveir piltar fæddir 1983 og ein stúlka fædd 1980.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -