Flugvél af gerðinni Cessna 172, sem leitað hefur verið í kvöld fyrir austan, er fundin.
Þrír voru um borð í vélinni sem sendi frá sér neyðarboð um klukkan 18:30 í kvöld. Tveir farþegar voru um borð auk flugmanns. Það var flugvél Icelandair sem tók eftir vélinni og ferðaþjónustuþyrla staðfesti svo fundinn og fundarstað, samkvæmt tilkynningu samhæfingastöð Almannavarna. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór svo á vettvang.
Ekki er hægt að segja frá afdrifum mannanna að svo stöddu að því er segir í tilkynningunni.
Fréttin hefur verið uppfærð:
Flugmaðurinn og farþegar vélarinnar, kona og karl, létust öll í slysinu. Mannlíf vottar aðstandendum og vinum innilega samúð.