Til stendur að flytja hann 11 ára gamla Yazan Tamimi úr landi en hann þjáist af taugarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Það þýðir að það þarf litla snertingu til þess að valda honum miklum skaði eða jafnvel draga hana til dauða.
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur Yazan, segir lögreglu ekki hafi gefið honum svör um hvenær það standi til að flytja Yazan úr landi en þegar hann spurði hvort samráð yrði haft við lækna Yazan varðandi flutninginn var Alberti tjáð að það yrði læknir með í flugvélinni. Albert kýs að túlka þau orð lögreglu að læknir sem hvorki þekkir Yazan né sjúkrasögu hans verði með í för.
Ekki hlustað á réttindagæslumann
„Réttindagæslumaður fatlaðra gaf ábendingar til lögreglu um hvernig ætti að standa að flutningnum en lögregla ætlar ekki, virðist vera, að verða við því, eða ræða við þá lækna sem hafa sinnt þjónustu við Yazan,“ sagði Albert í samtali við mbl.is um málið.
Albert segir Yazan glíma við miklar kvalir og treysta foreldrar hans sér ekki alfarið að sjá um umönnun hans enda sé hún flókin og erfið.
„Kerfið er að bregðast honum í þessu máli, það verður að segjast.“