Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

Flutningur Yazan frá Íslandi mögulegur dauðadómur: „Kerfið er að bregðast hon­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til stendur að flytja hann 11 ára gamla Yazan Tamimi úr landi en hann þjá­ist af taugarýrn­un­ar­sjúk­dómn­um Duchenne. Það þýðir að það þarf litla snertingu til þess að valda honum miklum skaði eða jafnvel draga hana til dauða.

Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur Yazan, segir lögreglu ekki hafi gefið honum svör um hvenær það standi til að flytja Yazan úr landi en þegar hann spurði hvort samráð yrði haft við lækna Yazan varðandi flutninginn var Alberti tjáð að það yrði læknir með í flugvélinni. Albert kýs að túlka þau orð lögreglu að læknir sem hvorki þekkir Yazan né sjúkrasögu hans verði með í för.

Ekki hlustað á réttindagæslumann

„Rétt­inda­gæslumaður fatlaðra gaf ábend­ing­ar til lög­reglu um hvernig ætti að standa að flutn­ingn­um en lög­regla ætl­ar ekki, virðist vera, að verða við því, eða ræða við þá lækna sem hafa sinnt þjón­ustu við Yaz­an,“ sagði Albert í samtali við mbl.is um málið.

Albert segir Yazan glíma við miklar kvalir og treysta foreldrar hans sér ekki alfarið að sjá um umönnun hans enda sé hún flókin og erfið.

„Kerfið er að bregðast hon­um í þessu máli, það verður að segj­ast.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -