Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Flytja þurfti björgunarsveitarmann á sjúkrahús: „Okkar maður velti fjórhjóli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgunarsveitarmaður slasaðist í nótt og gígbarmurinn fyllist af hrauni.

Lítið var að gera hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í nótt við eldgosið á Reykjanesi en nýverið var tilkynnt um að svæðið yrði lokað almenningi á nóttunni. Það hins vegar slasaðist björgunarsveitarmaður samkvæmt Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

„Okkar maður velti fjórhjóli á gönguleið A, sem kölluð er, í S-beygjum,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi og þurfti að kalla til sjúkrabíl til að fara með manninn á sjúkrahús.

Í helstu gosfréttum þá er gígbarmurinn á eldgosinu orðinn mjög fullur af hrauni. „Maður sér á vef­mynda­vél­um að barm­ur­inn er orðinn ansi full­ur. Hann hef­ur verið að byggj­ast svo­lítið vel upp í nótt,“ sagði Minn­ey Sig­urðardótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is en virðist hraunrennslið hafa fært sig undir jörðina. 

„Yf­ir­borðið storkn­ar og það mynd­ast rás­ir und­ir þannig að það er bara ósköp venju­legt og ger­ist oft, svo kem­ur fyr­ir að yf­ir­borðið hrynji og þá sérðu hraunið aft­ur, eða ekki.“

Ákveðið var að opna gossvæðið í dag og verður það opið til klukkan 18:00 í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -