Fógeti í Whitesburg í Kentucky braut lögin. Réttarhöld yfir fógetanum Shawn Stines hófust fyrir stuttu en hann hefur verið ákærður fyrir morð á dómaranum Kevin Mullins og náðist morðið á upptöku. Stines komst að því að símanúmer dómarans var að finna í síma dóttur Stines og hann var allt annað en sáttur með það. Stines fór inn á skrifstofu dómarans þar sem hann var við vinnu og dró upp byssu sína og skaut hann. Mullins reyndi að sannfæra hann um að hætta við en það gekk ekki vel. Fógetinn er sagður hafa skotið dómarann ítrekað. Stines hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu og þarf að sannfæra kviðdóm um slíkt.