Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fólk að veikjast mikið á níunda til þrettánda degi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staðan er almennt góð á COVID-19-göngudeild Landspítalans að sögn Bryndísar Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum. Enginn sjúklingur er inniliggjandi núna vegna kórónaveirunnar. Bryndís ræddi stöðuna í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun.

Hún tók fram að starfsfólk COVID-19 göngudeildar væri nú í biðstöðu vegna hópsýkinga sem hafa komið upp hér á landi undanfarið þar sem reynslan sýnir að fólk veikist gjarnan í seinni hluta veikindanna. Bryndís sagði heilbrigðisstarfsfólk hafa séð að sjúklingar eru gjarnan að veikjast mikið á níunda til þrettánda degi veikinda og þarf þá að leggjast inn á spítala.

Hún sagði áhugavert að fylgjast með þróun faraldursins hér á landi. Það sem hefur breyst undanfarið er að yngra fólk er að smitast af COVID-19 á meðan í upphafi faraldurs var „miðaldra og eldra fólk“ að smitast af COVID-19 sagði Bryndís.

Bryndís sagði að næstu dagar væry lykildagar hvað útbreiðslu faraldursins varðar. Hún sagði jákvætt að sjá að mikið upplýsingaflæði um kórónuveiruna á Íslandi er að skila árangri og biðlar til fólks að halda áfram á sömu braut, halda áfram að passa upp á handþvott og tveggja metra regluna. „Fólk á ekki að vera hrætt og óöruggt en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum,“ sagði Bryndís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -