Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Fólk hunsaði fyrirmæli lögreglu við eldgosið: „Komnir inn á hættusvæðið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var mikill fjöldi fólks sem fór að eldgosinu í nótt. Jón Þór Víglundsson, samskiptastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sagði í samtali við RÚV nóttina hafa gengið nokkuð vel. 

„Lögreglumenn fóru að athuga með fólk sem hafði gengið að gígnum eða nánast alveg upp að honum. En þegar þeir voru komnir inn á hættusvæðið fór gasmælirinn þeirra að pípa og sýndi háa mælingu þannig þeir sneru til baka og báðu fólk um að yfirgefa svæðið en það var ekki orðið við því. Og það var eitthvað um það að fólk væri að hunsa fyrirmæli bæði lögreglu og björgunarsveita en annars var þetta að mestu leyti rólegt,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV um hvernig hegðun fólks á svæðinu hafi verið í nótt.

„Það er áætlað að það hafi verið svona um tvö þúsund manns. Mér sýnist að þegar mest var hafi átta hundruð bílar verið taldir á bílastæðunum,“ sagði Jón um áætlaðan fjölda sem var á svæðinu.

Einnig sagði Jón Þór í samtali við mbl.is að það væru hættuleg bannsvæði sem lögreglan fer ekki inn á heldur snúi frekar við. „Þetta er ekki að ástæðulausu.“

Hér fyrir neðan má sjá gönguleiðir að gosinu sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér.

Merktar gönguleiðir að gosstöðvunum á Reykjanesskaga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -