Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fólskuleg líkamsárás leiddi ungan mann til dauða – Framin af 17 ára pilti og 15 ára stúlku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík: „Kl. rúmlega sjö á sunnudagsmorgun fannst maður liggjandi í kjallaratröppum baka til við Bankastræti 14. Reyndist maðurinn látinn. Um er að ræða mann, 25-30 ára. Á honum voru áverkar sem ekki er vitað með hvaða hætti hann fékk. RLR rannsakar nú málið.„

Tilkynningin var birt í Morgunblaðinu, þriðjudaginn, 5. mars 1991.

Sá látni hét Úlfar og var 28 ára reykvíkingur og skildi eftir sig eina dóttur. Hann starfaði sem prentari og ljósmyndari. Honum var minnst sem listrænum, vandvirkum og miklum fagmanni. Úlfar hafði verið úti að skemmta sér með félögum sínum í Þjóðleikhúskjallaranum en hafði hug á að finna sér eitthvað að borða og haldið einsamall í átt að miðbænum.

Lögreglan töldu árásina tengjast annarri árás

Fyrr sama kvöld hafi verið ráðist að karlmanni að Hverfisgötu 14 í Reykjavík. Fórnarlambið taldi að 1-2 menn hafa veist að sér og taldi lögreglan miklar líkur að árásarmennirnir væru þeir sömu. Dánarorsök Úlfars var talin vera af völdum áverka sem hann var með á höfði. Þó ekki hafi verið Ijóst á frumstigi málsins hvar eða með hvaða hætti hann fékk áverkana.

Í baksíðufrétt DV, þriðjudaginn 5. mars 1991 sagði: „ Laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins, skömmu áður en síðast sást til Úlfars heitins, var ráðist með ofbeldi á karlmann í húsasundi við Hverfisgötu 14 og hann rændur. Fórnarlambið telur að 1-2 menn hafi veist aö sér – það liggur þó ekki ljóst fyrir. Skömmu síðar, eða um klukkan 3.15-3.20, fór Úlfar út úr Þjóðleikhúskjallaranum við Hverfisgötu en hann er örstutt frá framangreindum árásarstað. Kvaddi hann kunningja sína sem töldu hann hafa ætlað að ganga að miðbænum til að fá sér eitthvað að borða. Rannsóknarlögreglan telur möguleika á að sömu árásarmennirnir hafi ráðist á báða mennina. RLR biður alla sem telja sig búa yfir upplýsingum um þessi mál að hafa samband.“

- Auglýsing -

Morðsrán framið af 17 ára pilti og 15 ára stúlku

Veski Úlfars heitins fannst nokkurn spöl frá þeim stað þar sem lík hans lá í Bankastræti. Veskið var peningalaust. Tók lögreglurannsóknin því mið af að um ránsmorð væri að ræða.

Þann 15. mars eða 12 dögum eftir andlát Úlfars birtist frétt í DV þar sem framkemur að lögreglan telji sig hafa upplýst málið og hafi deginum áður, eða 14. mars, handtekið 17 ára pilt og 15 ára gamla stúlku.

- Auglýsing -

„Karlmaður og kona, sem eru innan við tvítugt, voru handtekinn í gær grunuð um að hafa átt hlut að máli og orðið völd að dauða mannsins.

Rannsóknarlögreglan tekur ákvörðun í dag um frekari framgang málsins og hvort krafist verði gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir fólkinu. Eins og fram hefur komið fannst veski Úlfars heitins nokkurn spöl frá þeim stað þar sem lík hans lá í Bankastræti. Veskið var peningalaust. Því tók lögreglan mið af því við rannsókn málsins að hugsanlega hefði verið um ránsmorð að ræða.“

Síðar kom í ljós að stúlkan hafi lokkað manninn inn í húsasund við Bankastræti 14 þar sem pilturinn hafi slegið fórnarlambið með hnúajárni.

Dómurinn

Um það bil sjö mánuðum eftir andlát Úlfars féll dómur yfir ungmennunum. Hlaut pilturinn sex ára dóm en stúlkan, þá orðin 16 ára, þriggja ára dóm. Í umfjöllun DV 15. október 1991 segir: „ Sakadómur Hafnarfjarðar hefur dæmt 17 ára pilt í sex ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa banað Úlfari […] við bakhúsið að Bankastræti 14 í Reykjavík og rænt hann aðfaranótt 3. mars síðastliðins. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa barið og rænt annan mann við Hverfisgötu sömu nótt. 15 ára stúlka, sem var með honum, var fyrir aðild sína að báðum ránunum dæmd í 24 mánaða varðhald, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn.“

Í greininni kom jafnframt fram að: „Pilturinn viðurkenndi að hafa slegið Úlfar þremur þungum höggum í höfuðið og hafði hann hnúajárn innan í hönskum sínum. Eftir að fórnarlambið féll við greiddi pilturinn manninn tvö hnefahögg. […]. Sakadómur komst að þeirri niðurstöðu að piltinum hefðu ekki átt að dyljast afleiðingar gerða sinna með árásinni með hnúajárnunum. Hann var því sakfelldur fyrir manndráp með svokölluðum líkindaásetningi. Stúlkan, sem nú er orðin 16 ára, var ákærð fyrir aðild að morðinu og einnig árásina á manninn við Hverfisgötu. Hún var sýknuð af sakargiftum að beinni aðild að morðinu en sakfelld fyrir aðild sína að ránunum. Eftir að Rannsóknarlögregla ríkisins handtók ungmennin var stúlkunni komið fyrir í forsjá Barnaverndarnefndar á unglingaheimili vegna aldurs hennar. Hún hefur síðan verið vistuð á sveitaheimili. Pilturinn var fyrst vistaður í gæsluvarðhaldsfangelsinu í Síðumúla en hefur að undanförnu verið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Til frádráttar refsingu hans kemur gæsluvarðhaldsvistin sem hófst 15. mars. Máli piltsins verður sjálfkrafa áfrýjað til Hæstaréttar vegna þyngdar refsingarinnar. Uni hins vegar ríkissaksóknari og stúikan sjálf hennar dómi fer hann ekki til Hæstaréttar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -