Föstudagur 29. nóvember, 2024
-8.6 C
Reykjavik

Fordæma orð lögreglustjóra á Suðurnesjum: „Glæpavæðir börn á flótta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn samtakanna Solaris sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem orð Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um hælisleitendur, eru fordæmd.

Í fréttatilkynningunni svarar stjórn Solaris orðum Úlfs Lúðvíkssonar sem hann lét falla í viðtali á Morgunblaðinu í fyrradag en þar ræddi hann um hælisleitendur og sagði menn misnota útlendingalögin og sitthvað fleira sem Solaris er ósammála. Segir í fréttatilkynningunni að orðræða Úlfs sé mjög skaðleg og ýti undir fordómum gegn útlendingum. Þá segir einnig í tilkynningunni að nú reyni á talsmenn barna á Íslandi.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni:

Stjórn Solaris fordæmir orð Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem birtust í viðtali Morgunblaðsins þann 27. nóvember síðastliðinn. Með orðum sínum um að “menn misnoti […] útlendingalögin] sem og önnur kerfi velferðarríkisins” reynir Úlfar að gera grundvallarmannréttindi fólks til að sækja um alþjóðlega vernd tortryggileg sem og öll þau sem reiða sig á íslenskt velferðarkerfi.

Þá eru sérstaklega ámælisverðar þær yfirlýsingar sem snúa að fylgdarlausum börnum sem hafa komið hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd.

Enginn flýr heimaland sitt af léttúð og stjórnvöld á Íslandi eru bundin af flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna beinlínis brottvísun til ríkis þar sem öryggi einstaklinga er stofnað í hættu.

- Auglýsing -

Að gefa til kynna að fólk sé að senda börn sín á vergang til að misnota íslensk kerfi þegar börnin eru að koma frá löndum þar sem líf þeirra eru sannarlega í hættu er gríðarlega skaðleg orðræða sem ýtir undir fordóma og andúð í garð flóttafólks. Það er með öllu óásættanlegt að valdhafar tali með slíkum hætti og eru orð Úlfars lögreglunnar til skammar.

Með orðum sínum reynir fulltrúi lögreglunnar að grafa undan mannréttindum flóttabarna með því að glæpavæða börn á flótta. Það er tilefni til þess að minna valdhafa á að Ísland hefur skuldbundið sig til þess að taka á móti börnum á flótta.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013 og því eru íslensk stjórnvöld skuldbundin af ákvæðum hans. Þar er það viðurkennt að börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem beri að vernda og styðja. Ekki einungis ber stjórnvöldum skylda til að taka á móti börnunum heldur skal þeim tryggð aðstoð við að leita uppi foreldra eða fjölskyldu og sameinast þeim. Það eru þeirra mannréttindi.

- Auglýsing -

Hér reynir á að talsmenn barna á Íslandi, umboðsmann barna og barnamálaráðherra mótmæli þessari orðræðu og leggi sitt af mörkum til þess að vernda rétt barna til að lifa frjáls undan áreitni og grimmilegri orðræðu yfirvalda og taki undir þá kröfu að lögreglan og ríkisvaldið virði ákvæði Barnasáttmálans í orðum og verki og hætti að skorast undir ábyrgð í þessum mikilvæga málaflokki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -