Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Foreldrar nýbura á vökudeild óttaslegnir vegna kjarabaráttu og manneklu hjúkrunarfræðinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við hjúkrunarfræðingar erum alveg gallharðir, við ætlum að fá launaleiðréttingu eða að leita á önnur mið. Launakjör hjúkrunarfræðinga eru til skammar miðað við það álag, menntun og ábyrgð sem við berum. Það verður algert neyðarástand ef við göngum út, en spítalinn ákvað frekar að reyna að leita sátta en að framlengja uppsagnarfrest okkar og ég vona að það sé til marks um samningsvilja. En þetta verður mjög erfitt því við lítum svo á að ábyrgðin i málinu sé stjórnvalda,“ sagði Herdís Herbertsdóttir, hjúkranardeildarstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þegar það var og hét. Viðtal var við Herdísi í DV þann 9.júní 1998 en þá stóðu hjúkrunarfræðingar landsins í kjarabaráttu vegna lágra launa, mikils álags og manneklu.

Ástandið skapaði mikinn ótta á meðal landsmanna enda eru heilbrigðisstarfsmenn afar mikilvægir. Sérstök umfjöllun var um stöðu nýbura á vökudeild. Foreldrar biðu óttaslegnir eftir að samningar næðust en stóðu þó með hjúkrunarfræðingum. Allt stefndi í að einungis 10 af 25 stöðugildum hjúkrunarfræðinga yrðu mönnuð.

Miðað við reglur erlendis er sagt að hvert ungbarn í öndunarvél þurfi ummönnun eins til tveggja hjúkrunarfræðinga. Hér á landi var þó staðan sú að hver hjúkrunarfræðingur var með tvö og jafnvel fleiri börn á vökudeild í sinni umsjá, auk þess að sinna öðrum umönnunarstörfum á sjúkrahúsinu. „Það hefur ekki tekist að manna nema 19 af 25 stöðugildum og því gríðarlegt álag á þeim hjúkrunarfræðingum sem hér starfa. Hér er tekið við öllum og komið hefur fyrir að kaffistofan hafi verið notuð fyrir nýbura,“ sögðu þær Elísabet Halldórsdóttir aðstoðardeildarstjóri og Elín Guðmundsdóttir deildarhjúkrunarfræðingur á vökudeild Landspítalans í samtali við DV.

Staðan var því alvarleg áður en kjarabarátta hjúkrunarfræðinga hófst og stefndi í hættuástand ef úr uppsögnum þeirra yrði. Hjúkrunarfræðingar áætluðu að ganga út þann 1.júlí 1998 ef ekki til samninga kæmi. „Það er alveg ljóst að hér verður engin starfsemi þegar einungis 10 hjúkrunarfræðingar verða eftir á deildinni og um helmingur þeirra er á leið í sumarfrí. Hér verður hörmungarástand þar sem vonlaust er að manna deildina með hjúkrunarfræðingum sem ekki hafa þjálfun í umönnun nýbura,“ sögðu Elísabet og Elín.

Samkomulag á milli íslenska ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga náðist á síðustu stundu. Ekki voru þó allir sáttir með samninginn en það var undir hverjum hjúkrunarfræðingi fyrir sig að ákveða hvort hann drægi uppsögn sína til baka. Samkomulag náðist um að draga fleiri hjúkrunarfræðinga upp um launaflokka en enn væru um fjórðungur þeirra í lægsta launaflokki. Kostnaður ríkisins við þennan samning var áætlaður vera um 300 milljónir króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -