Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Ný lög-Foreldrar sem missa barn tryggður réttur til sorgarleyfis: „Mamma leiddi mig í gegnum allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Frumvarp um sorgarleyfi var samþykkt einróma við þinglok í gær og er nú orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum auk þess sem þeir fá greiðslur til að koma til móts við tekjutap.

Karólína Helga Símonardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðarinnar kom í viðtal hjá Mannlífi fyrir skemmstu þar sem hún sagði frá sinni sögu og hvað henni fannst þurfa að breyta. Sjálf missti hún manninn sinn skyndilega og fannst vera lítið um úrræði til að vinna úr sorginni.  „Mamma leiddi mig í gegnum allan þenna risa og flókna heim skriffinnskunnar. Þetta skriffinnsku-, ómannlega kerfi er algjörlega önnur umræða út af fyrir sig,“ segir Karólína hugsi.

Persónulega hefur henni þótt erfiðast þegar til þeirra kemur fólk sem hefur ekki góðar sögur af kerfinu, á kannski lítið stuðningsnet og ekki fengið mikinn stuðning.

Það er erfitt að horfa upp á það þegar sömu fjölskyldurnar verða fyrir margföldum missi á stuttum tíma. Það virðist svo oft vera þannig að sömu fjölskyldurnar missa mikið á stuttum tíma.

Mikilvægt að taka betur utan um þau sem missa barn sitt

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir að vinnsla frumvarpsins hafi verið hrundið af stað fyrir um tveimur árum, en afgreiðsla málsins frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin munu svo öðlast gildi í janúar á næsta ári.

„Miklu skipta að sjá sorgarleyfi loks verða að veruleika. Þetta er búið að vera í undirbúningi í ráðuneytinu í alllangan tíma. Ég lagði þetta fram í vor og núna er búið að samþykkja þetta. Það er ofboðslega mikilvægt að við getum með þessu móti tekið betur utan um barnafjölskyldur sem missa barn sitt.

Með lögunum er foreldrum á vinnumarkaði sem verða fyrir barnsmissi tryggður réttur til sorgarleyfis í sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á tímabilinu. Hámarksgreiðslur verða 600 þúsund krónur á mánuði. Einnig er gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu RÚV.

- Auglýsing -

Styðja enn frekar við syrgjendur

Karólína Helga Símonardóttir formaður Sorgarmiðstöðvarinnar segir að miðstöðin fagni þessu, loksins sé mikilvægi sorgarúrvinnslu staðfest en að þau líti á þetta sem fyrsta fasa af mörgum. Styðja þurfi enn frekar við syrgjendur, þar á meðal ungar ekkjur og ekkla með börn á framfæri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -