Mánudagur 27. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Foreldrum í Árborg refsað fyrir að sækja börnin of seint – Tæpar 2000 kr fyrir hvert hafið korter

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Foreldri eða forráðamaður sem sækir barn sitt 16 mínútum of seint í einhvern af leikskólum Árborgar þarf að greiða aukalega 3822 krónur. 1. október síðastliðinn hóf sveitarfélagið Árborg að rukka foreldra og forráðamenn 1,911 krónur fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur umfram umsaminn vistunartíma á leikskólum sveitarfélagsins. Skiptir því engu hvort um ræðir eina eða fimmtán mínútur. Eftir fimmtán mínúturnar hefst önnur eins gjaldtaka. Það sama á við ef mætt er með barn fyrir tilsettan tíma.

Tímaskráning barnanna oft röng

Samkvæmt heimildum Mannlífs eru börnin skráð í tímaskráningarkerfi í ipad og er skráningin oft ónákvæm. Þegar börnin eru sótt á útisvæði leikskólanna er erfitt að halda utan um nákvæma tímasetningu þar sem ipadinn er staðsettur innandyra og í valdi starfsfólksins að skrá barnið út.

Kópavogur og Reykjavík sekta ekki

Mannlíf kynnti sér gjaldskrá annarra sveitarfélaga og til samanburðar er gjaldið samkvæmt heimasíðu  Rangárþingi ytra 637 krónur fyrir hverjar fimmtán mínútur.

Á heimasíðum sveitarfélaganna Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbær og Hafnarfjörður kemur ekki fram hvort slíkt sektargjald eða gjaldtaka eigi sér stað en send var fyrirspurn hvort eða hver hún væri.

Í svari frá Maríönnu Einarsdóttur, leikskólaráðgjafa á menntasviði Kópavogsbæjar kemur fram:

„Í Kópavogi hafa sektargreiðslur né önnur gjaldtaka ekki tíðkast þótt barn sé sótt of seint.“

- Auglýsing -

Reykjavíkurborg sektar ekki seina foreldra en í svari Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur segir:

„Nei það er ekki slíkt gjald/sekt fyrir að sækja of seint eða að mæta of snemma í leikskóla Reykjavíkurborgar.“

Ingbjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi hjá Reykjanesbæ svarar:

- Auglýsing -

„Hjá Reykjanesbæ hefur ekki verið innheimt gjald ef foreldrar sækja börn of seint“

Erfið fjárhagsstaða Árborgar

Árborg er á barmi gjaldþrots en í apríl síðastliðnum var fjallað um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og fjöldauppsagnir hjá Árborg. Lækkuð voru laun Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra Árborgar um fimm prósent. Heimildin fjallaði um launatekjur Fjólu Steindóru sem voru 973 þúsund krónur að meðaltali á mánuði árið 2022 en fjármagnstekjur hennar námu samtals 82,8 milljónir króna.

*Fréttin hefur verið uppfærð

Uppsagnir hjá Árborg: 57 starfsmenn missa vinnuna – Laun bæjarstjóra lækka um 5 prósent

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -