Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, hótar Önnur Kristjánsdóttur málsókn.
Málefni transfólks hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár og orðræðan orðið sífellt grimmari. Neikvæðni og jafnvel hatur í garð transfólks virðist vera aukast. Til að mynda voru Samtökin 22 stofnuð af hópi samkynhneigðs fólks sem var ósátt við Samtökin 78 og áherslur þeirra samtaka. Meðlimir Samtaka 22 hafa sett sig að einhverju leyti upp á móti transfólki og hafa sumir gengið svo langt að kalla félagið haturssamtök. Það breytir þó ekki tilvist transfólks, hvort hér á landi né erlendis, og rétti þeirra til að lifa lífinu. Í nýjum pistili Önnu Kristjánsdóttir segir „svo eru það Samtökin 22 sem virðast vera með það eitt á stefnuskránni að vera hommar sem hatast út í transfólk.“
Sjá einnig: Anna sakar Samtökin 22 um hatur gegn transfólki: „Virðast vera með það eitt á stefnuskránni“
Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, var vægast sagt ósáttur með pistil Önnu og svaraði henni á eftirfarandi hátt í kommentakerfi Mannlífs:
„Þetta er ansi lélegt. Ég vil hvetja Önnu Kristjánsdóttur til þess að skoða sum ummæli sín þarna og draga þau tilbaka ásamt afsökunarbeiðni, áður en ég hef samband við lögfræðing okkar.“
Það verður fróðlegt að sjá hvort að Anna muni gangast við þessum hótunum Elds eða ekki.