Fimmtudagur 12. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Formaður meintra haturssamtaka varpar fram samsæriskenningu um líkamsárás: „Gerðist atburðurinn?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, kastar fram samsæriskenningu um líkamsárás á ráðstefnugest Samtakanna 78.

Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur en samtökin sem hann fer fyrir hafa verið ítrekað sökuð um að vera haturssamtök vegna stefnu þeirra gegn trans fólki. Þá hefur Eldur verið sakaður um að stuðla að upplýsingaóreiðu í samhengi við kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í nýrri færslu á Facebook efast formaðurinn um að líkamsárás á ráðstefnugest Samtakanna 78 hafi átt sér stað. Þá ýjar Eldur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé þátttakandi í samsærinu.

Hægt er að lesa færslu Elds hér fyrir neðan:

„Fólskuleg líkamsárás á sér stað við Hlemm á mánudagskvöld (mjög sérstakt) þar sem lögreglan og sjúkrabíll eru kölluð til. Meint fórnarlamb er illa lemstrað, með brotnar tennur og á leið frá leynilegri ráðstefnu Samtakanna ’78, forsætisráðuneytisins og Norðurlandaráðs (hvergi auglýst).

Framkvæmdarstjóri rikisstofnunarinnar ’78 fær skyndifund með dómsmálaráðherra til þess að ,,ræða stöðuna, eða hið svokallaða bakslag“.

Nú er fimmtudagskvöld, og þrátt fyrir fjölmargar eftirlitsmyndavélar á Hlemmi er staðan þessi:

- Auglýsing -

A. Enginn meintur gerandi handtekinn (en meintir gerendur eru tveir)

B. Lögreglan hefur ekki lýst eftir neinum í tenglsum við verknaðinn

C. Engar myndir úr eftirlitsmyndavélum hafa verið birtar til þess að biðla til almennings um upplýsingar.

- Auglýsing -

D ekkert um meinta árás er að finna á hjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Facebook, þó ýmislegt annað rati þangað af minna tilefni.

Er þetta ekki sérstakt?“

Þá svarar Eldur athugasemd þar sem atvikið er rætt á eftirfarandi máta:

„En gerðist atburðurinn?“

Vert er að benda á það þykir ekkert óvenjulegt að lögreglan lýsi ekki eftir fólki eða birti myndir af því í tengslum við líkamsárásir. Í raun heyrir það til undantekninga að lögreglan grípi til slíkra aðgerða í álíka málum. Lítið virðist benda til þess að kenning Elds eigi sér stoð í raunveruleikanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -