Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Forsætisráðherra afhenti bréfasamskiptin við Kára Stefánsson

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þau voru afhent og liggja fyrir hjá nefndinni og nefndin hefur ákveðið að boða til opins fundar um málið,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar. Þórunn segir nefndina hafa farið fram á að fá bréfin vegna álitamála um sjálfstæði Persónuverndar.

Forsætisráðherra hefur afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréfasamskipti hennar og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vegna úrskurðar Persónuverndar.

Bréfin verða gerð opinber innan skamms. Sennilega fyrir opinn fund nefndarinnar í næstu viku.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spurði forsætisráðherra út í þetta mál á Alþingi í síðustu viku, þar sem hún hafði áhyggjur af því að forsætisráðherra væri að grafa undan sjálfstæði Persónuverndar með því að taka undir sjónarmið Kára Stefánssonar, sem gagnrýndi úrskurði stofnunarinnar.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sem situr fyrir Pírata í stjórnskipunarnefnd fór fram á að nefndin fengi þessi bréfasamskipti. Málið var rætt á fundi nefndarinnar, sem lauk nú rétt hádegi.

.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -